Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 95
Verufrœði listaverksins
93
Hafa Beethoven og T þá samið sama tónverkið? Þeir hafa „uppgötvað" sömu
formgerðina, alveg á sama hátt og stærðfræðingarnir X og Y í dæminu að framan
hafa uppgötvað sömu sönnunina. En formgerðin heíur mismunandi menningar-
lega, sögulega og félagslega stöðu hjá Beethoven og T. Við vitum að Beethoven
uppgötvaði formgerðina á miklum byltingartímum, og við vitum eitthvað um
hlutverk tónverksins í sögu tónskáldsins. Formgerðin sem myndar Eroica gegnir
þannig mismunandi hlutverki í þessum tveimur tilvikum. Það er því rétt að það
um hvaða formgerð er að ræða ákvarðast ekki af því hver höfundur hennar er eða
af sögulegu samhengi - ekkert frekar en það um hvaða stein er að ræða ákvarðast
ekki af félagslegu samhengi steinsins í tilfelli mannfræðingsins - en pýðing form-
gerðarinnar, tilurð hennar eða uppgötvun, og mjög margt sem skiptir meginmáli
fyrir stöðu hennar sem listaverks, ákvarðast vissulega af því hver samdi hana eða
uppgötvaði og af hinu sögulega samhengi.
Eitt atriði eigum við eftir að afgreiða úr fyrrnefndri gagnrýni, en það er sú
hugmynd að samsemd formgerðar ráðist nákvæmlega af eiginleikum hennar, þ.e.
ef aðeins einu atriði er breytt í formgerð, t.d. einni nótu, hljótum við að segja
að um aðra formgerð sé að ræða. Hins vegar myndum við segja að tónverk eða
skáldverk sé sama listaverkið jafnvel þótt einhverju smávægilegu atriði sé breytt,
ein bassanóta færð upp eða niður um áttund eða einhver setning orðuð á örh'tið
annan hátt. Þetta er stundum orðað með því að segja að listaverk séu „háttalega
sveigjanleg" (e. modally flexible),u þ.e. við myndum hafa sama listaverkið jafnvel
þótt því væri breytt á einhvern óverulegan hátt.
Eitt svar við þessu gæti fahst í því að veikja skilgreininguna á formgerð þannig
að við getum haft sömu formgerð jafnvel þótt einhverjir einstakir þættir hennar
breytist. Þannig myndar hús ákveðna formgerð sem felst í uppröðun veggja, hæð
þeirra, gluggaskipan o.s.frv. Segjum að við breytum einum glugga, færum hann af
einum vegg á annan. Værum við ekki samt sem áður með sama húsið? Þótt form-
gerð sé sértækt hugtak er ekki þar með sagt að það þurfi að vera skarpt skilgreint.
Flestir eru reyndar vanir því úr stærðfræði að sértæk hugtök eins og mengi hafi
ákveðna ósveigjanlega skilgreiningu. En ekkert er því til fyrirstöðu að sértækt
hugtak sé loðið eða ónákvæmt, og það virðist einmitt sem samsemdarkvarðinn
fyrir Ustaverk eins og sinfóníu eða málverk haldist í hendur við samsemdarkvarð-
ann fyrir þá formgerð sem myndar listaverkið.
V
Flestir nútímaheimspekingar þekkja til svokaUaðra orsakarkenninga um tilvísun,
sem kenndar hafa verið við Kripke, Putnam, Donnellan, Devitt og fleiri rökgrein-
ingarheimspekinga.15 Grundvaharhugmynd slíkra kenninga varðandi eiginnöfn
er sú að tilvísun eiginnafns ákvarðist ekki af ákveðnum lýsingum sem mismun-
Svo virðist sem Rohrbaugh (2003) noti fyrstur þetta orðalag um listaverk, cn það kemur fram
almennt um hluti ekki síðar en í Dummett (1978), bls. xlix. Sbr. einnig Rohrbaugh (2005), og
Dodd (2007), bls. 53-56.
Sjá t.d. Kripke (1972), Donnellan (1972), Putnam (1973), Devitt (1981).
15