Hugur - 01.06.2010, Page 106
HUGUR | 22. ÁR, 2010 | S. IO4-I18
Sigríður Þorgeirsdóttir
Nietzsche um líkamann
sem náttúru1
Hugurinn er hluti líkamans. Hugsun er að mestu ómeð-
vituð. Sértæk hugtök eru að drýgstum hluta mynd-
hverfingar. Þetta eru þrjár helstu niðurstöður rannsókna
hugvísinda. Meira en tvöþúsund ára heimspekilegum
heilabrotum um þessa þætti skynseminnar er lokið. Vegna
þessara uppgötvana verður heimspeki aldrei söm aftur.
(George Lakoff og Mark Johnson, Philosophy in the
F/esh - The Embodied Mind and its Challenge to Western
Ihought, 1999,3)
Friedrich Nietzsche er heimspekingur mannsh'kamans. Hann fjallar í senn um
líkamann sem náttúrulega og lifandi lífveru og um sögulega (sifjafræðilega), sam-
félagslega og menningarlega mótun líkamans. Við fyrstu sýn virðist þetta vera
mótsögn. Var Nietzsche náttúruhyggjusinni og mótunarhyggjusinni um líkam-
ann? Einfalt svar við því er „já“, hann var hvorttveggja í senn, en það þarf ekki að
vera mótsögn. Nietzsche hafnaði pósitívískri náttúruhyggju (natúralisma) sem
kveður á um að lífeðlisfræðileg lögmál efnisins og líkamans í vélrænum skiln-
ingi ákvarði líkamsstarfsemina. Nietzsche hefði einnig verið gagnrýninn á ámóta
smættandi mótunarhyggju um líkamann sem lítur alfarið á hann sem afiirð sam-
félagslegra og menningarlegra afla og reglna. Hann gat ekki viðurkennt þá afstöðu
sem tæmandi skilgreiningu á líkamanum vegna þess að tilgangur hans var að
hefja líkamann til vegs og virðingar eftir meira en tveggja árþúsunda fyrirlitningu
eða vanmati á líkamlegri náttúru mannsins í heimspekilegri og trúarlegri hefð
okkar. Menningin gæti ekki átt síðasta orðið um líkamann. Líkaminn varð að fá
1 Fyrirlestur á ráðstefnu Norræna fyrirbærafræðifélagsins (NoSP), sem hélt ársþing sitt við Háskóla
íslands í apríl 2006. Greinin birtist í finnskri þýðingu Krista Johansson, „Nietzsche ruumiista
luontona“, í Ajatus, Suomen Fitosojisen Yhdistyksen vuosikirja 64 (Vammala: Suomen Filosofinen
Yhdistys, 2007).