Hugur - 01.06.2010, Page 110
io8
Sigríður Þorgeirsdóttir
viðteknum viðmiðum. Hann var menningarrýnir sem fór í harða andstöðu við
hefðbundin siðferðileg, trúarleg og heimspekileg boð og bönn sem skilyrða við-
horf okkar til líkamlegrar náttúru okkar. Þess vegna hvatti hann til þess að opna
sig fyrir líkamlegri reynslu, fyrir okkar eigin náttúru, sem siðferðileg viðmið hafi
bælt og þannig heft sköpunarkraft sem ætti sér uppsprettu í líkamanum.
„Líkami“ og „kroppur“
A þýsku, móðurmáli Nietzsches, er talað um líkamann ýmist sem „líkama" (þ.
Leib) eða sem „kropp“ (þ. Körper). „Líkami" vísar til þess sem við höfum reynslu
af eða „upplifum". „Kroppur" getur hins vegar verið líkami að því leyti sem hann
er skilgreindur af vísindum og annarri ákvarðandi orðræðu um hann. Þess vegna
leyfir þýsk heimspekihugtakanotkun að gerður sé greinarmunur á lifaðri reynslu
af líkama og ákvarðandi orðræðu um kroppinn. Þessi munur kemst tæplega eða
ekki til skila með muninum á hugtökunum „líkama" og „kroppi“ í íslensku. Við-
fangsefni Nietzsches er „líkaminn", þ.e. hinn lifandi h'kami sem er stöðugt ferli
sköpunar og verðandi. Mig langar að byrja á því að skýra hvernig kenningin um
líkamann í heimspeki Nietzsches býður upp á að hugsa um líkamlega reynslu með
hætti sem tekur alvarlega lifaða líkamsreynslu og getur jafnframt skýrt hvernig
líkaminn á til að fara sína eigin leið, ef svo má að orði komast um það sem við
segjum vera ósjálfrátt eða ómeðvitað.Tilgangur minn er að sýna fram á að þessi
kenning sé forveri síðari kenninga á sviði fyrirbærafræði líkamans og líkams-
reynslunnar, eins og sjá má í verkum heimspekinga á borð við Maurice Merleau-
Ponty, Simone de Beauvoir og Hermann Schmitt.
Eg mun byrja á því að ræða hvernig rekja má natúralíska hugmynd hans um
líkamann sem heild hugar og líkama - í andstöðu við hefðbundna tvíhyggju um
líkama og sál - til heimspeki Arthurs Schopenhauers um líkamann. Manns eigin
líkami er samkvæmt Schopenhauer annars vegar viðfang meðal viðfanga vegna
þess að hann er efnislegur hlutur með áþreifanlega eiginleika eins og varma og
festu. Á hinn bóginn er líkaminn huglæg reynsla af vilja mínum. Við skynjum
t.d. að líkaminn er „líkamshlutur" þegar við rekumst á einhvern hlut. Líkaminn
er í senn sýnilegur og sjónarhóllinn sjálfur, ef svo má að orði komast. Kenning
Schopenhauers kemst annars vegar hjá einhliða efnis- og náttúruhyggju um lík-
amann og hins vegar hjá einhliða tilhneigingu til hughyggju eins og hún birtist
í orðræðu verufræði um líkamann. Báðar þessar stefnur einkennast af gapi milli
náttúru og hugar sem hefur lengst af gegnsýrt vestræna frumspeki. Á svolítið
ýktan hátt má segja að annað hvort sé efnishyggja of þungvæg og samfélagslegt
og menningarlegt umhverfi of léttvægt firndið - eða umhverfi og atlæti eru alls
ráðandi og holdið sjálft má sín einskis. Báðar nálganir eru ekki til þess fallnar að
henda reiður á merkingu þess að vera k'kamning huga og líkama. Ég ætla að færa
rök fyrir því að hin margþætta kenning Nietzsches um líkamann sem náttúru
komist hjá báðum ofannefndum öfgum í afstöðu til hans.17 Kenning hans um
17 Að því leyti má segja að þessi grein haldi áfram þar sem frá var horfið í fyrri umjöllunum mínum