Hugur - 01.06.2010, Side 116
Sigríður Þorgeirsdóttir
114
úruvísindum fram á 20. öld eiga sér upphaf í guðfræði.37 Nietzsche krefst því
aftengingar náttúruvísinda og hefðbundinnar guðfræði í þeim tilgangi að „nátt-
úruvæða" okkur sjálf á grundvelli „nýuppgötvaðrar, nýendurheimtrar náttúru".38
Náttúruvæðing í þessu samhengi á ekki að leiða til afturfarar. Þvert á móti. Það
að skilja manninn sem einingu hugar og líkama, sem og að skilja okkur sjálf sem
hluta náttúrunnar, krefst betri vísinda sem byggja á þessum skilningi. Það er ekki
nóg að læra eitthvað upp á nýtt sem hefur glatast. Oft er ógerlegt að endurlæra
„náttúrulega" lífshætti frá fyrri tímum við nútímaleg skilyrði. Nýjar aðstæður
kalla á nýjar nálganir. Við getum tekið dæmi eins og heimafæðingar sem eru að
ryðja sér til rúms á nýjan leik. Heimafæðingar eru til marks um viðleitni til að
endurvekja „náttúrulegri“ leið til að koma barni í heiminn en gert er á fæðingar-
deildum hátæknisjúkrahúsa. Velgengni heimafæðingar veltur að verulegu leyti á
því að aðstoða hina fæðandi konu við að leyfa líkamanum að fara í gegnum fæð-
ingarferlið á sem náttúrulegastan hátt. Reynd og fróð ljósmóðir verður að vera til
staðar til að undirbúa fæðinguna og aðstoða konuna sem elur barnið. Þannig að
ef við viljum lifa í samræmi við náttúruna verðum við að hafa þekkingu á þeim
ferlum hennar sem um ræðir.
Dæmin sem Nietzsche tekur um náttúruvæddari h'fsmáta hafa með þá trú hans
að gera að hugur og líkami séu samofnir. Hann sjálfur lagði áherslu á mikilvægi
rétts mataræðis og lífsstíls sem samræmdust líkamlegum þörfum hans og væru
góð fyrir andlega hðan og frjóa starfsemi hugans. I Ecce homo, hinni óvenjulegu
ævisögu hans og óbirtum skrifum sem liggja eftir hann frá síðasti skeiði heim-
speki hans, er að finna pælingar um næringu, mataræði, alls konar remedíur, sem
°g hugleiðingar um hvers konar loftslag, landslag, loft, bækur og sambönd við
fólk eru nauðsynleg til að viðhalda líkamlegum þrótti og geðheilsu. Nietzsche
var vel að sér í lífeðlisfræði síns tíma og kynnti sér strauma í „náttúrulegum“
lækningum, t.d. vatnsmeðferðarkúra. Margar hugleiðingar hans í þessa veru eru í
takt við þá grein læknisfræði sem fjallar um tengsl sálrænna og líkamlegra kvilla
eða „Psychosomatik“, sem var í örum vexti í Þýskalandi undir lok 19. aldar. Ein
meginhugmyndin sem liggur að baki þessari grein er sú að líkaminn búi sjálfur
yfir náttúrulegu viðnámi og sjálfsheilunargetu.Til þess að virkja þessa hæfni lík-
amans í eigin þágu þarf að styrkja forsendur hennar með því að gefa sérstakar
gætur að samspili hugar og líkama. Nietzsche var þetta hugleikið vegna eigin
baráttu við langvarandi veikindi. Hann var þeirrar skoðunar að veikindi gætu ver-
ið lærdómsrík og örvandi reynsla. Sjúkdómur gefur manni færi á að takast á við
hann með ýmsu móti. Þann ritstíl Nietzsches sem einkennist af heilsu og þrótti
má sjá sem hans eigin viðleitni til að sigrast á sjúkleika. Margar gerðir sjúkdóma
eru þess vegna að dómi Nietzsches ekki bara lífeðlisfræðilegs eðlis, heldur afleið-
ing samspils sálrænna og líkamlegra þátta. Glíman við sjúkdóminn getur verið
lærdómsrík á þann hátt að hún gefur tilefni til að láta af slæmum ávana og for-
dómum. Sjúkdómurinn lætur okkur horfast í augu við eitthvað í fari okkar og
37 Linn White Jr., „Hie Historical Roots of our Ecological Crisis". D. Schmidtz og E. Willott
(ritstj.), EnvironmentalEthics (Oxford: Oxford University Press, 2002), 7-14.
38 Friedrich Nietzsche, Diefröhliche Wissenschaft, KSA 3,467.