Hugur - 01.06.2010, Page 119
Nietzsche um líkamann sem náttúru
117
náttúrunni. Það leiðir til nauðgunar náttúrunnar (þ. Vergewaltigung) með hjálp
tækninnar. Af þessari ástæðu lýsir Nietzsche viðhorfi nútímamanna til náttúr-
unnar sem „hubris1: „Oll afstaða okkar til náttúrunnar nú á dögum, ofbeldi okkar
gagnvart henni, með hjálp vélanna og og hinnar ótrúlegu uppfinningasemi tækni-
manna okkar og verkfræðinga, er hubris.“A3 Þessi gagnrýni er ekki einungis sett
fram til varnar hinu náttúrulega umhverfi okkar því Nietzsche telur að afstaða
okkar til ytri náttúru endurspegli einnig virðingarleysi gagnvart hinni innri, lík-
amlegu náttúru: „[...] afstaða okkar til okkar sjálfra er hubris vegna þess að við
gerum tilraunir á okkur með hætti sem við myndum aldrei leyfa okkur með dýr.
Gagntekin forvitni lcryfjum við sál okkar í kæti.“44 Nietzsche óttast þetta oflæti
til að arðræna náttúruna og skaðann sem kann að hljótast af því. Þess vegna varar
hann hina „ofurstoltu Evrópumenn" við lok 19. aldar, sem hann telur útbólgna af
hroka í þessu tilliti, við því að fara of geyst: „Þekking ykkar fiillkomnar ekki nátt-
úruna, hún eyðileggur hana. Berið til að byrja með saman hátt stig þekkingargetu
ykkar við lágt stig getu ykkar til aðgerða."45
Hlutgerving náttúrunnar
Hin vísindalega sýn á náttúruna er gríðarlega vænleg til árangurs við að notfæra
sér náttúruna og stjórna henni. Nietzsche var heimspekingur viljans til valds,
heimspekingur sem taldi að það að ná völdum og yfirráðum væri mikilsverðasta
markmiðið. Af þeirri ástæðu sagði Martin Heidegger Nietzsche vera heimspek-
ing hubris og heimspeki hans hugmyndafræði fyrir heimsyfirráð í nafni tækni-
legrar stjórnunar veruleikans.46 Yfirráð eru vafasamasti kjarni hugmynda hans um
stórpólitík (þ. grosse Politik) og ofurmennið. I túlkun Heideggers er hins vegar
ekki gerð grein fyrir því hvernig þessi oflætislega hlið heimspeki Nietzsches er
ekki öll heimspeki hans hvað varðar náttúruna, eins og ég hef reynt að sýna fram
á hér.Til hliðar við þessa heimspeki stendur sú heimspeki náttúrunnar sem beinir
athygli að þeim skorðum og skilyrðingum sem náttúran setur lífi manna. Afþeirri
heimspeki má draga allt aðrar ályktanir um sterkari menningu sem náttúrulegri
menningu (en Nietzsche sveif fyrir hugskotssjónum að komast á sh'kt hærra
menningarstig). Framþróun í þá átt verður að gerast í samhljómi við náttúrulega
möguleika og takmarkanir menningarinnar. Gagnrýni Nietzsches á blindu vís-
inda gagnvart því hvernig við hlutgerum menninguna og aðgreinum okkur sjálf
frá henni fýrirbyggir ákall um taumlaus yfirráð í krafti tækni og vísinda.
43
44
45
Friedrich Nietzsche, Die Genealogie der Moral, KSA 5,356.
Sama stað.
Friedrich Nietzsche, Vom Nutzen utid Nachtheil derHistoriefur das Leben, KSA1,311.
Martin Heidegger, Nie/zsche, I og II (Pfullingen: Neske Verlag), 1961.