Hugur - 01.06.2010, Síða 123
Hugarfar gagnrýninnar hugsunar 121
ingar skýrt fram. Eg held að skýrleiki í framsetningu eigi að vera hluti hæfileikans
til gagnrýninnar hugsunar,raunveruleg gagnrýnin hugsun hnýtur um allan óskýr-
leika af því að hann getur haft áhrif á hvaða ályktanir eru dregnar af forsendum.
Hugarfar gagnrýninnar hugsunar
En hverjir eru mikilvægustu þættirnir í hugarfari gagnrýninnar hugsunar? Það er
af mörgu að taka þegar leitað er svara við þessari spurningu. Þeir þættir sem ég
nefni eru ekki tæmandi lýsing á nauðsynlegum eða nægilegum forsendum gagn-
rýninnar hugsunar en þeir eru allir mikilvægir.
Fyrsti þátturinn sem ég vil nefna er að vera reiðubúinn að spyrja um flesta
hluti, velta fyrir sér ástæðum þeirra. Annar er vilji til að leita sannleikans, vera
ekki á höttunum eftir einhverju öðru. Sá þriðji er að vera reiðubúinn að nýta þau
tækifæri sem bjóðast til að beita gagnrýninni hugsun og að treysta skynsamlegri
rannsókn á hverju máli og hafa trú á eigin hæfileikum til að taka þátt í slíkri
rannsókn. Fjórði þátturinn er víðsýni sem kemur fram í því að nálgast hvert mál
með opnum huga og vera tilbúinn að skoða önnur sjónarmið en manns eigin og
leita eftir þeim. Víðsýni felst líka í viðleitni til að skilja sjónarmið annarra þótt þau
séu í grundvallaratriðum ólík manns eigin, sanngirni við að meta röksemdir ann-
arra og rökfærslur og heiðarleika í að horfast í augu við eigin fordóma, skoðanir,
staðalmyndir og sjálfhverfni. Fimmti þátmrinn er að vera reiðubúinn að breyta
eigin skoðunum og niðurstöðum í ljósi nýrra raka ef og þegar öll skynsamleg
yfirvegun mælir með því.
Það er rétt að fjalla svolítið nánar um hvern þessara flokka. Það á við um fjölda-
margt sem við gerum í eigin lífi og starfi að við þurfum ekki að hugsa sérstaklega
um það, við höfum gert það oft áður og teljum ekki þörf á sérstakri umhugsun
eða athugun á því verki sem þarf að framkvæma. En stundum verða aðstæður
þannig að venjan dugar ekki og þá þarf að spyrja sig um hvernig best sé að haga
sér, hvað sé skynsamlegt að gera. Væri maður ekki reiðubúinn að spyrja og skoða
nýja möguleika væri maður að koma í veg fyrir breytingar og útiloka möguleikann
á því að hugsa um það hvort þær eru góðar eða slæmar. Mér virðist h'ka að þessi
fyrsti þáttur, að vera reiðubúinn að spyrja um flesta hluti, sé í mikilvægum skiln-
ingi forsenda hinna.
Annar flokkurinn var vilji til að leita þess sem satt er og rétt. I raun ætti þetta
að vera svo sjálfsagður hlutur að það þyrfti ekki að hafa orð á honum. Varla gerum
við ráð fyrir því að fólk leiti þess sem er ósatt og rangt að öðru jöfnu? Þetta viðhorf
skiptir höfuðmáli í öllum skilningi á öðru fólki og virðist raunar nauðsynlegur
þáttur sanngirni í því að skilja hvað fólk segir eða gerir. í samhengi við gagnrýna
hugsun er áhersla á leit að sannindum óhjákvæmilegur hluti hennar. Það þýðir
ckki að gagnrýnin hugsun tryggi að maður höndli sannleikann, komist að réttum
og skynsamlegum niðurstöðum í hverju máli. En hún er skásta aðferðin sem við
höfum til að leita skynsamlegra niðurstaðna. Það mætti gera þá athugasemd að
sannleikur væri óþarft og úrelt hugtak, það sem við ættum að leita að væri sátt eða