Hugur - 01.06.2010, Side 127

Hugur - 01.06.2010, Side 127
Hugarfar gagnrýninnar hugsunar 125 samkeppni. Gagnrýnin hugsun eins og ég skil hana nýtist okkur einum saman og með öðrum. Ef hún þjónar stundum öðrum tilgangi en til er ætlast er ekki við hana að sakast heldur aðra þætti í umhverfinu eða mannssálinni. Gagnrýnin hugsun og dómgreind En til að gagnrýnin hugsun þjóni tilgangi sínum í sem flestum aðstæðum verður hún að styðjast við góða dómgreind. Dómgreind er ekki síður mikilvægur sálar- þáttur en skynsemi. En hvað er átt við með dómgreind? Það er ekki ætlunin hér að útfæra kenningu um dómgreindina í smáatriðum heldur einungis að nefna mikilvægustu þætti dómgreindarinnar til að draga fram að hún er óhjákvæmileg þegar gagnrýninni hugsun er beitt. Tengsl manneskjunnar við umheiminn eru flókin og fjölbreytileg. Hún skynjar umhverfið: skynjun má lýsa sem orsakaferli sem lýkur í sálarástandi á borð við að sjá eitthvað eða heyra eitthvað eða finna til sársauka. Hún bregst við um- hverfinu: Ef eitthvað stefnir á hana reynir hún að víkja sér undan, ef hún rekur höndina í sjóðandi vatn kippir hún henni að sér. Viðbrögð eru ferli orsaka og afleiðinga. Hún ákveður hvað hún vill læra í háskóla ef hún hefur staðist þær kröfur sem til háskólastúdenta eru gerðar. En ákvörðun er ekki hægt að lýsa sem einföldu orsakaferli. I því kemur til mat á ólíkum möguleikum, mat á eigin áhuga og eigin getu. Mat er aðaleðlisþáttur dómgreindar. Dómgreind er nauðsynleg við allar ákvarðanir og hún er nauðsynlegur þáttur margra sálargáfna. Gagnrýnin hugsun er bæði færni sem er almenn og sérhæfð. Hvernig á að ákveða í hverjum aðstæðum hvaða færni á að beita? Til þess þarf að vera næmur á aðstæðurnar og samhengið hverju sinni, það þarf glöggan skilning á ólíkum þáttum gagnrýn- innar hugsunar og hvenær hver þeirra á við. Það er engin einföld leið til slíkrar ákvörðunar möguleg, það virðist hvorki hægt að lýsa henni með tæmandi hætti né að segja fyrir um hvernig slík ákvörðun ætti að vera. Þrátt fyrir þetta er ekkert því til fyrirstöðu að nota hugtök á borð við rétt og rangt og gott og illt um slíkar ákvarðanir og segja að ein ákvörðun hafi reynst rétt en önnur röng. Það er síðan nauðsynlegur þáttur góðrar dómgreindar að hún stuðli í flestum aðstæðum að téttum ákvörðunum og réttri breytni. Dómgreindin sameinar tilfinningah'fið og vitsmunalífið, næmi á aðstæðurnar og stýrir hugsun og hegðun þannig að hún sé viðeigandi, æskileg, eftirbreytniverð, jafnvel góð og rétt og stundum snjöll. I dómgreindinni sameinast hið almenna og hið einstaka og hún getur stýrt því að barn læri að lifa eftir lífsreglum fremur en hvötum (Ólafur Páll Jónsson 2007; Kant 1785/2003; Kant 1803). Kennsla oggagnrýnin hugsun Það er eins með gagnrýnu hugsunina og siðlegt uppeldi hjá Aristótelesi: Kenn- ari er nauðsynlegur til að barni lærist siðurinn og hann er einnig nauðsynlegur til að fólk nái tökum á að hugsa gagnrýnið (Steutel og Spiecker 2004: 544-546).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.