Hugur - 01.06.2010, Síða 139
Jafhingjar guöa meðal manna
13 7
„óttalaus tekið hvað sem hann vill á torginu, farið inn í hús manna og samrekkt
þeim sem honum sýnist, drepið menn eða leyst þá úr böndum eftír geðþótta og
aðhafst margt annað sem jafningi guða meðal manna“ (I, bls. 166 [36ob-c]). í
hinni hugsuðu tilraun er þannig sagt berum orðum - sem við þurftum að álykta
um í sögunni af Gýgesi - að afl hringsins stafi af óttaleysi, þeirri vissu afbrota-
manns að þurfa ekki að standa samborgurum sínum reikningsskil gjörða sinna.
Aðrir menn ná ekki til þess sem hringinn ber, hann er einhvern veginn á öðru
tilverustigi. Þetta er ítrekað með samanburðinum við sjálfan guðdóminn sem er
hrein viðbót við söguna af Gýgesi.
I beinu framhaldi af hinni hugsuðu tilraun stillir Glákon síðan hinum réttlát-
asta einstakling andspænis hinum óréttlátasta og kemst að sömu niðurstöðu og í
goðsögninni og hinni hugsuðu tilraun (3600-3620). Hinum fúllkomlega óréttláta
manni er lýst sem miklum kunnáttumanni, hann tekst á hendur það sem gerlegt
er en lætur hitt eiga sig, verði honum á í messunni er hann fær um að leiðrétta
mistök sín og hann sleppur því óséður frá glæpum sínum og er nógu mælskur
til að bera af sér sökina verði hún lýðum ljós. Niðurstaðan hér verður sú sama og
fyrr: Slíkur einstaklingur „stjórnar [...] í ríkinu af því að hann sýnist réttvís. Síðan
kvænist hann hvaða konu sem hugur hans girnist, giftir börn sín hverjum sem
hann vill og velur sér bandamenn og félagsskap að vild“ (I, bls. 169-170 [362Ú]).
Þetta var um þann sem hefúr mátt eða kænsku af því tagi sem hringur Gýgesar
veitir en snúum okkur þá að þeim sem hefur mátt sannrar heimspeki.
I Ríkinu er þeim sem í raun og sannleika hefúr heimspekina á sínu valdi, og
hér höfúm við einungis áhuga á þeim einstaklingi, lýst í ólíku samhengi og út frá
ólíkum hlutverkum. Mestu skiptir vitaskuld að sh'kir einstaklingar verða stjórn-
endur í Fögruborg, þeir eru réttlátastir allra og dygðugastir, þeir einir hafa vald
á rökhstinni og „sjá“ veruleikann eins og hann er, og þeir tilheyra langsamlega
fámennustu stéttinni (428e). Hér geri ég ekki skarpan greinarmun á því hvort
Platon tali um stjórnendur Fögruborgar, hinn réttlátasta mann eða dygðugasta.
Eg hef í huga þann sem hefúr heimspekina á valdi sínu, er sannur heimspekingur
í skilningi Platons. Eg geri raunar líka ráð fyrir því að Sókrates sé sannur heim-
spekingur í þessum skilningi þótt hann teljist ekki til stjórnenda Fögruborgar
heldur til þeirra sem leggja grunn að henni.5
Nú er það auðvitað óumdeilt að heimspekingurinn í Fögruborg öðlast völd
(verður stjórnandi borgarinnar) í krafti heimspeki sinnar (rökhstarinnar) h'kt og
Gýges öðlast völd í krafti hringsins. En spurning okkar er þrengri, hún er sú
hvort hkja megi sannri heimspeki við hring Gýgesar. Það er ýmislegt keimlíkt
með heimspekingi Platons og þeim sem ber hring Gýgesar. Heimspekingur
Platons verður eða getur orðið konungur í ríkinu, ekki í krafti auðs, hernaðar-
afreka, sæmdar eða ættgöfgi, heldur fyrir tilstilli einhvers (röldistar) sem afar fáir
dauðlegir menn hafa á valdi sínu. Líkt og hirðinginn Gýges gæti hann komið úr
neðstu lögum samfélagsins og risið til æðstu metorða í krafti einhvers (röklistar)
5 í Rtkinu ræðir Sókrates stuttlega um þann lánasama hóp manna sem hefur fengið að kynnast
sannri heimspeki utan Fögruborgar og minnir á eigin heimspekiiðkun með þeim orðum að það
taki því varla að nefna hana (4960).