Hugur - 01.06.2010, Page 154

Hugur - 01.06.2010, Page 154
I52 Þo'ra Bjðrg Sigurðardóttir hennar og Descartes í bók sinni The Correspondence Between Princess Elisabeth of Bohemia andRene'Descartes sem kom út árið 2007.1 umfjöllun minni styðst ég við allar þessar bækur, einkum þó þá síðastnefndu. III—Damaris Cudworth Masham Damaris Cudworth fæddist 18. janúar árið 1659 í Cambridge. Móðir hennar hét Damaris Cradock en faðir hennar var „Cambridge-platónistinn" Ralph Cudworth (1617-1688) sem á þeim tíma var þekktur á Englandi. Damaris ólst upp við lærdóm föður síns, heimspeki Platóns og trúarleg rit þó að tilsögn föður hennar hafi ekki náð svo langt að kenna henni latínu. Hún lærði hins vegar frönsku. Damaris fékk það orð á sig strax sem barn að hún væri óvanalega skýr og guðrækin. Þegar hún var rétt rúmlega tvítug kynntist hún heimspekingnum John Locke (1632-1704) sem þá var helmingi eldri en hún. Það tókust með þeim góð kynni sem áttu eftir að endast út ævi þeirra og skiptust þau á bréfum um bæði persónuleg og heim- spekileg málefni í meira en tuttugu ár.271 bréfi til Gottfrieds Wilhelms Leibniz árið 1704 kallaði hún John Locke sinn kærasta vin í allri veröldinni. Damaris giftist Sir Francis Masham (1649-1723) þingmanni og landeiganda árið 1685 og flutti að heimili hans í Oates í Essex. Hann átti átta syni og eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Þau eignuðust saman einn son, Francis Cudworth Masham. Damaris hélt áfram bréfaskiptum sínum við Locke þar til árið 1688 þegar hann fluttist til London frá Hoflandi og þau gátu hist með reglulegra millibili. I bréfunum til Locke hvetur hún hann til að koma og vera um tíma á heimili þeirra Masham- hjóna í Oates sem varð svo til þess að hann dvaldist þar meira og minna frá 1691 eða síðustu 13 ár ævi sinnar. Damaris lifði Locke í fjögur ár og lést þann 20. apríl 1708.28 Auk bréfanna til Locke og Leibniz lét Damaris eftir sig tvö útgefin heim- spekirit: A Discourse Concerning the Love of God (1696) og Occasional Thoughts in Reference to a Vertuous or Christian Life (1705).29 Bréfaskipti Damaris og Leibniz hófúst árið 1703. Þau skiptust á 12 bréfum að frumkvæði Leibniz. Damaris skrifar Leibniz á ensku en Leibniz svarar henni á frönsku. Leibniz virðist hafa verið vel kunnugur flestum þeim konum sem lögðu fyrir sig skriftir og heimspeki á þessum tíma og las meðal annars Anne Conway, Mary Astell og Catherine Trotter Cockburn, enda segir hann í bréfi til Dam- aris að álit hans á enskum hefðarkonum sé mikið. Hann hafði þó lengi reynt að fá Locke í bréfaskipti við sig með litlum árangri. I fyrsta bréfinu til Dam- aris segist Leibniz hafa frétt að hún hafi ætlað að senda sér eintak af ritinu The 27 Bréfaskipti Damaris Masham og John Locke er að finna í heildarritum Locke, de Beer 1976. 28 Atherton 1994: 77-79; Broad 2002:116-117. 29 Bæði ritin voru gefin út nafnlaus en talin vera eftir Locke. Umfjöllun um Damaris Masham hefur mikið snúist um það hversu mikil álirif faðir hennar og Locke hafi haft á hana þrátt fyrir að þeir hafi aðhyllst ólíka heimspeki. Broad fjallar um viðtökur við skrifum Masham (Broad 2002: 04-115). Atherton sjálf gerir sig seka um smættun í umfjöllun sinni á heimspeki Masham því hún segir að gildi bréfa Masham felist einkum í því að skoða hvernig manneskja sem hefur aðallega verið undir áhrifum frá Locke bregðist við kenningum Leibniz og á þá líklega við andstæð sjón- armið raunhyggju og rökhyggju (Atherton 1994: 79).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.