Hugur - 01.06.2010, Page 156

Hugur - 01.06.2010, Page 156
i54 Þóra Björg Sigurðardóttir valdamisræmi milli kynjanna og togstreitunnar milli þess aðila sem tilheyrir og hins sem tilheyrir ekki hinni viðteknu og viðurkenndu heimspekihefð. I bréfaskiptum felast aukþess ákveðin samskipti eða samræða milli tveggja ein- staklinga sem þróast í gegnum tíma. Þau koma því upp um ákveðin kynjatengsl, kurteisireglur og hefðir og gefa færi á að skoða persónueinkenni bréfritaranna, orðræðu og valdamisræmi auk þeirra heimspekilegu hugleiðinga sem eru aðal- markmið bréfanna. * Descartes hafði frétt í gegnum sameiginlegan kunningja að Elísabet hefði lesið Hugleiðingar hans umfrumspeki og hefði áhuga á heimspeki. Fyrsta bréf Elísabetar ber þess merki að hún er að feta sín fyrstu skref í rökræðum um fræðileg efni. Virðing hennar fyrir fræðimanninum Descartes, aldursmunur og hefðbundnar kurteisisreglur skipa henni á bekk nemandans sem lærir af kennaranum: Monsieur. Ég frétti, mér til mikiUar gleði og raunar, að þú hefðir ædað að hitta mig fyrir nokkrum dögum, og einnig var ég djúpt snortin af góðvild þinni að fallast á að eiga samskipti við manneskju sem er fáfróð og treg til náms svo og af því óláni sem svipti mig svo gagnlegum samræðum.34 Hún segist hafa áhuga á að spyrja hann spurninga um heimspeki hans en heldur áfram: „Skömmin af að sýna þér svo ótilhafðan stílsmáta hefur fram að þessu aftrað mér frá því að biðja þig um þennan greiða bréfleiðis."35 Rökfærsla Elísabetar hefst sfðan á varfærnislegri spurningu þar sem hún biður hann að segja sér „hvernig mannsálin getur ákvarðað lífsanda h'kamans til að framkvæma sjálf- viljugar athafnir (þar sem hún er einungis hugsandi verund)“.36 I bréfi EKsabetar til Descartes koma í raun fram tvær raddir. Annars vegar er það unga konan sem er með minnimáttarkennd gagnvart karlkyns fræðimann- inum og hins vegar velupplýst menntakona. Þetta lýsir mótsagnakenndri stöðu kvenna á þessum tíma. Þær eru að sækja í sig veðrið hvað varðar menntun og fræðimennsku en eru um leið bundnar kvenlegu hlutskipti sínu gagnvart karl- manninum og ekki síður gagnvart heimspekihefðinni. Ehsabet hafði lesið verk Descartes Hugleiðingar um frumspeki og séð mótsögn í kenningunni um frumspekilega tvíhyggju sem Descartes setur fram í því riti. I sjöttu hugleiðingu segir Descartes að við getum skýrt og greinilega skilið að rúmtakslausar sálir geti verið til án samskipta við líkamann og þar með séu sál og líkami sitt hvað. Samt sem áður sé sálin ekki staðsett í líkamanum eins og sjómaður í skipi heldur sé hún svo samofin honum að hún þjáist og hreyfir sig eft- ir þörfum hans, sbr. sársauka og þorsta.37 Gagnrýni Elísabetar felst í spurningum 34 Bréf Elísabetar til Descartes frá 16. maí 1643, Atherton 1994:11. 35 Sama stað. 36 Sama stað. 37 Descartes 2001: 212-218.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.