Hugur - 01.06.2010, Síða 157
Osamsett vera sem kölluð er sál'
J55
um það hvernig sálin, í skilningi Descartes, geti haft áhrif á líkamann þegar um sé
að ræða tvær eðlisólíkar verundir, hugsunin sé rúmtakslaus en líkaminn sé verund
sem feli í sér rúmtak. Hreyfing efnislegra hluta velti á snertingu og rúmtaki en
þar sem sálin, í skilningi Descartes, sé rúmtakslaus og þar með óefnisleg þá sjái
Elísabet ekki hvernig hún geti hreyft líkamann:
Því það virðist sem hver ákvörðun hreyfingar gerist fyrir tilstilli ásláttar
hlutarins sem hreyfður er samkvæmt þeim hætti sem honum er ýtt af því
sem hreyfir hann eða af eiginleikum og ásýnd yfirborðs þess síðarnefnda.
Snertingar er krafist í tveimur fyrstu tilvikunum og rúmtaks í hinu þriðja.
Þú undanskilur alveg rúmtak frá hugmynd þinni um sálina og snerting
virðist mér ósamrýmanleg óefnislegum hlut.38
Elísabet biður Descartes um nákvæmari skilgreiningu á sálinni heldur en hann
setur fram í Hugleiðingum um frumspeki, „það er að segja, skilgreiningu á verund
sálarinnar, aðgreindri frá athöfnum hennar“. Með athöfn sálarinnar á Elísabet við
hugsunina. Hún tekur dæmi af barni í móðurkviði og djúpu meðvitundarleysi til
að sýna fram á hversu erfitt sé að gera ráð fyrir því að sálin og hugsunin séu alltaf
samofnar og var þar á undan John Locke sem átti síðar eftir að setja fram sömu
gagnrýni.39
Descartes virðist eiga í nokkrum erfiðleikum með að svara spurningum Eh'sa-
betar en telur að áorkan sálar á h'lcama sé ekki sambærileg við hreyfingu efnislegra
hluta og megi því h'kja við þyngdarafl eða kraft sem hafi áhrif á allan hlutinn en
ekki hluta hans.40
*
Bréf Damaris til Leibniz bera merki um minnimáttarkennd líkt og bréf Elísabetar
og setur hún sig í spor lærlings, þótt hún sé ekkert unglamb lengur (hálffimmtug)
og vel að sér í heimspekilegum hugtökum. Damaris er hins vegar vön samskipt-
um við menntamenn og hefur langa reynslu af bréfaskiptum. Meðvitund hennar
um eigið kyn byggist því ekki einungis á því að upphefja viðmælanda sinn á eigin
kostnað heldur nýtist hún henni til framdráttar í rökræðunum:
Þó að ég sé ekki í hópi þeirra sem staðfesta hugmynd þína um þá kosti
sem enskar hefðarkonur búa yfir, þá hef ég hins vegar umgengist lærða
menn of mikið til þess að hafa ekki náð (að því marki sem ég er fær um)
að meta þá að verðleikum, eða til þess að mér hafi sést yfir það hve mikils
metinn þú ert í heimi bókmenntanna [...]. Ég myndi gjarnan vilja öðlast
betri innsýn í fræðaheiminn og því er mér í mun að skilningur minn á
því kerfi sem þú setur fram sé réttur [.. .].41
Ik Bréf Elísabetar til Descartes frá 16. maí 1643, Atherton 1994: n-12.
39 Sama stað; Broad 2002: 21.
40 Bréf Descartes til Elísabetar frá 21. maí 1643, Atherton 1994:12-15.
41 Bréf Damaris til Leibniz frá 29. mars 1704, Atherton 1994: 80.