Hugur - 01.06.2010, Page 162
i6o
Þóra Björg Sigurðardóttir
amanum að hún geti glatað eðli sínu ef líkaminn veikist. Hún hælir Descartes og
þakkar honum fyrir að leiðrétta villurnar í röksemdafærslum sínum, á meðan hún
tekur sjálfa sig sem dæmi til þess að benda á takmarkanir kenningar hans:
Þess vegna viðurkenni ég kinnroðalaust að ég hef fúndið í sjálfri mér
allar þær orsakir fyrir villum sem þú minnist á í bréfinu þínu, og að ég
get ekki enn vísað þeim algjörlega á bug, þar sem sá h'fsmáti sem ég
neyðist til að iðka gefur mér ekki nægilegt svigrúm og tíma til þess að
tileinka mér þá venju að hugleiða samkvæmt þínum reglum. Stundum
er það hagur heimilisins, sem ég má ekki vanrækja, stundum samræður
og kurteisisvenjur sem ég get ekki sneitt hjá, sem hrjá þennan viðkvæma
huga með skapraunum eða leiðindum, svo að hann er gagnslaus til nokk-
urs annars lengi á eftir; og þetta mun þjóna, vona ég, sem afsökun fyrir
þeim sljóleika að fá ekki séð hvernig við getum notað hugmyndina sem
þú hafðir áður um þyngdina til að skilja hvernig sálin (rúmtakslaus og
óefnisleg) getur hreyft líkamann; né hvers vegna þessi kraftur, sem þú
hafðir áður ranglega lýst með hugtakinu eiginleiki, beri líkamann í átt
að miðju jarðar.54
Elísabet notar lífsmáta kvenna og skyldur á heimilinu til þess að afsaka sljó-
leika sinn um leið og hún varpar á kaldhæðnislegan hátt ljósi á hvernig lífsstíll og
umhverfi fólks setja huganum takmörk og sýnir fram á hvernig hugur og h'kami
eru samofin. Eh'sabet grefúr undan því sem hún „þykist" vera að segja. Hún segist
ekki skilja eitthvað en er á sama tíma að segja að hún hafi dýpri skilning á því en
Descartes. I lokin heldur hún því blátt áfram fram að Descartes hafi skilgreint
eðh sálarinnar ranglega þrátt fyrir að hafa stuttu áður sagst vera of sljó til að skilja
hann. Hún heldur áfram:
Og ég játa að það væri auðveldara fyrir mig að viðurkenna sál sem saman-
stæði af efni og rúmtaki, heldur cn að eigna óefnislegri veru getuna til að
hreyfa h'kama og að vera hreyfð af honum. Því ef hið fyrra ætti sér stað í
gegnum boð, þá þyrftu h'fsandamir sem framkvæma hreyfinguna að vera
gæddir viti, en það eignar þú engu sem er líkamlegt.55
I svari sínu biðst Descartes afsökunar á að hafa ekki útskýrt kenningar sínar
betur. Hann lætur þó ekki þar við sitja því hann setur sig í stöðu kennarans og
vandar um fyrir henni. Hann segir að manneskjur sem leiða aldrei hugann að
heimspeki og nota aðeins skynjunina séu þær sem efist ekki um samband sálar
og hkama en taki þessu tvennu ranglega sem einu og því sama. Hann segist síðan
dást að því að Elísabet, með allar sínar skyldur á herðunum, gefi sér tíma til
að helga sig þeirri íhugun sem er nauðsynleg til þess að skilja aðgreiningu sálar
og líkama. Síðan ráðleggur hann henni að dvelja ekki lengur við þessar frum-
,4 Bréf Elísabetar til Descartes frá 20. júní 1643, Atherton 1994:16.
!S Sama stað.