Hugur - 01.06.2010, Síða 166
164
Þóra Björg Sigurðardóttir
Þannig er Braidotti á þeirri skoðun í Pattems ofDissonance að heimspeki sé alltaf
framlenging á hugsuðinum sjálfum og þeim aðstæðum sem hann tilheyrir og því
sé nauðsynlegt að taka mið af eigin líkama, h'kama sem er markaður af kyni, kyn-
ferði, þjóðerni, aldri og fleiru, við þekkingarleitina. Raunar telur hún að þekking
sem gerir ráð fyrir ástríðu og líkamleika séu hornsteinn femínískrar kenningar.68
*
Þær Eh'sabet af Bæheimi og Damaris Cudworth Masham höfðu báðar efasemdir
um grundvöll hinnar hugsandi veru sem lýsir sér í gagnrýni þeirra á sambandsleysi
hugsunar og rúmtaks í bréfaskiptunum við Descartes og Leibniz. Gagnrýnina
setja þær fram á persónulegan hátt í bréfum og því setur sjálft formið, þ.e. bréfin,
mark sitt á orðræðuna og afhjúpar togstreituna milli þess aðila sem tilheyrir og
hins sem tilheyrir ekki hinni viðteknu og viðurkenndu heimspekihefð. Konurnar
spyrja spurninga, upphcfja og endurtaka kenningar karlmannanna, biðja um að
þær séu leiðréttar fari þær með rangt mál og gangast undir hefðbundnar kurt-
eisisreglur, hógværð og lítilsvirðingu gagnvart eigin kyni. Um leið streitast þær á
móti þessum hefðum með því að setja sig inn í og láta sig varða heimspekilegar
kenningar, lcreijast áheyrnar, andmæla, taka dæmi af sjálfum sér og færa rök fyrir
því að kenningar karlmannanna um tvíhyggju sálar og líkama gangi ekki upp. I
bréfunum kemur fram hvernig skyldur, kvenleg og líkamleg reynsla, ástríðan fyrir
frelsi og baráttan fyrir menntun og viðurkenningu mótar sjálfsskilning þeirra en
einnig röksemdir þeirra og viðhorfið til hinnar hugsandi veru. Hugsandi veru
sem er líkamleg, efnisleg, ástríðufull sál. Að þessu leyti má segja að Elísabet af
Bæheimi og Damaris Cudworth Masham séu nokkurs konar formæður fem-
ínískrar þekkingar sem byggist á ástríðu og líkamleika.69
Heimildir
Alanen, Lilli og Witt, Charlotte. 2004. Feminist Reflections on the History ofPhilosophy.
Dordrecht: Kluwer Academic Publishers.
Astell,Mary. 2002. A Serious Proposal to theLadies [1694/1697]. Ritstj. Patricia Spring-
borg. Peterborough: Broadview Press.
Astell, Mary. 1996. Reflcctions upon Marriage [1700]. Aste/l: Political Writings (bls.
7-80). Ritstj. Patricia Springborg. Cambridge: Cambridge University Press.
Atherton, Margaret (ritstj.). 1994. Women Philosophers of the Early Modern Period.
Indianapolis & Cambridge: Hackett Publishing Company.
Bordo, Susan. 1987. The Flight to Objectivity: Essays on Cartesianism and Culture. Al-
bany: The Pennsylvania State University Press.
Braidotti, Rosi. 1991. Patterns ofDissonance. Cambridge: Polity Press
Broad, Jacqueline. 2002. Women PhUosophers of the Seventeenth Century. Cambridge:
Cambridge University Press.
68 Braidotti 1991: 2-6,14-15. Sbr. lýsingu á námskeiðinu Body course sem hún hélt í Háskólanum í
Utrecht 2008: http://www2.let.uu.nl/cursuskrant/CursusMasterOz2007.lnm.
69 Kærar þakkir til Arnþrúðar Ingólfsdóttur, Gunnars Harðarsonar og Helgu Kress fyrir yfirlestur
og ábendingar við gerð þessarar greinar.