Hugur - 01.06.2010, Page 177
Freud og dulvitundin (og listin)
175
taugalíffræðingi og samstarfsfólki hans tekist að gera sálgreininguna prófanlega
þótt hún hafi ekki verið það í búningi Freuds sjálfs. Kannski tekst þeim að blása
nýju lífi í freudismann.
En auðvitað eru margir gagnrýnir á rannsóknir Solms, sumir telja reynslugögn-
in ekki sanna það sem hann segir að þau geri (Lakotta 2005:176-189). Ég er ekki
viss um að þau staðfesti kenningar Freuds um dulvitundina þótt þau kunni að
staðfesta tilveru einhvers konar dulvitundar. Freud átti engan einkarétt á kenn-
ingum um dulvitund.
Alltént segir Solms að sjúklingar sem lamist öðru megin neiti því oft staðfast-
lega að þeir séu lamaðir, höndin sem þeir sjá á hlið sér sé ekki þeirra eigin hönd
heldur annarra (hver höndin er uppi á móti annarri!). Gott og vel, en staðfestir
þetta kenningar Freuds um afneitun? Hann rekur þær jú til áfalla í bernsku sem
tengjast kynhvötinni! Hvorki bernska né kynhvöt koma við sögu í dæmi Solms.
En kannski hefur hann slík dæmi á lager, ekki hef ég lesið öll hans skrif. Alla
vega virðist hann nálgast sitt viðfangsefni með kórréttum vísindalegum hætti sem
náttúrulega sannar ekki kenningar hans. Ekki skortir hávísindalegar kenningar
sem reynst hafa rangar.
Það fylgir sögunni að hinn gallharði sálgreiningarsinni Peter Caws \dll ekkert
með svona taugalíffræði hafa að gera, eigi maður Solms að vini þurfi maður ekki
óvini! Sálgreining á að fjalla um hið huglæga og þar með basta, búið (Caws 2003:
618-634).
En Solms og Kaplan-Solms neita því alls ekki að dulvitundin sé með einum
eða öðrum hætti huglæg. Þau segja að aðalástæðan fyrir því að Freud hafi snúið
sér frá taugalíffræði og að hinu huglæga sé sú að ekki sé hægt að finna fyrirbær-
um eins og bælingum og tilfinningum stað með því rýna í heilann einan. Menn
verði að þekkja bældar tilfinningar og hugsanir sem huglæg fyrirbæri til þess að
geta staðsett þau í heilanum (Solms og Kaplan-Solms 2000: 3-25). Til að skýra
þessa hárréttu staðhæfingu Solms betur má nefna að við gætum ekki staðsett
sársaukastöðvar í heilanum nema að hafa fundið sársauka eða geta gert okkur í
hugarlund hvernig það er að finna sársauka.
Dulvitund ogpögulpekking
Nú hyggst ég bregða á leik og velta fyrir mér mögulegum tengslum tilfinninga,
bælinga og þögullar þekkingar. Eg vil líka kanna þann möguleika að skáldskapur
kunni að bregða ljósi á þögla þekkingu á bældum kenndum.
Til þess að skilja tilraun mína verða menn að vita tvennt, í fyrsta lagi hvernig ég
nota orðasambandið „þögul þekking“ (1), í öðru lagi að margir telja freudismann
froðusnakk (2).
(1) Ekki má skilja orð mín svo að ég telji að slík þekking sé kunnátta (e. know-
how), til eru fleiri gerðir þögullar þekkingar en kunnáttan ein. Norski heimspek-
ingurinn Kjell S. Johannessen segir að til sé önnur tegund þögullar þekkingar sem
hann nefnir á ensku „knowledge by familiarity", á norsku „fortrolighetskunnskap“.