Hugur - 01.06.2010, Síða 181
Freud ogdulvitundin (oglistin)
179
Hún notar þessa myndhverfingu á manninn og skynjar allt í einu að hann er mið-
depillinn í heimi hennar, rétt eins og sólin er miðdepill sólkerfisins. Svo h'tur hún í
Sónhendu Shakespeares númer XVIII og staðnæmist við upphafslínurnar: „Shall I
compare thee to a summer’s day? Thou art more lovely and more temperate..."?
(Shakespeare 1990:1201). Hún man allt í einu eftir því að henni hefur alltaf liðið
eins og á hlýjum sumardegi þegar hún hittir manninn, smám saman fer henni
að skiljast að hún elski hann. Skáldskapurinn með öllum sínum samlíkingum og
myndhverfingum ýjar að þögla þættinum í kenndalífi hennar, hjálpar henni að
skilja sjálfa sig rétt eins og góður sálgreinandi.
Sú staðreynd að tilfinningarnar í skáldskap Shakespeares eru tilfinningar ljóð-
mælanda og skáldaðrar persónu gefur konunni fjarlægðina sem aftur gefur færi á
lágmarkshlutlægni. Jafnframt gefst henni kostur á að lifa sig inn í þessa kennda-
heima og nota þá á eigið tilfinningalíf.
Séu hvatirnar svo hressilega bældar að konan þurfi á meðferð að halda dugar
ljóðalestur að sjálfsögðu ekki. En hann kann að vera þáttur í þerapíunni, ásamt
tilraunum til að fá konuna til að trúa á samhangandi sögu um h'f sitt, sögu sem
verður að vera þrungin myndhverfingum ef hún á að geta tengst dýpstu kenndum,
bent á þeirra þöglu þætti.
Athugið að Freud lýsir draumum sem eins konar myndhverfingum. Kannski
eru sumir draumar myndhverfingar sem sálin notar til að reyna að tjá sínar bældu
hvatir sem ekki verður lýst í bókstaflega meintum yrðingum. Það myndi þýða að
gagnstætt því sem Freud segir séu draumar ekki tilraunir dulvitundarinnar til að
dylja hvatirnar bældu heldur tilraunir til að skilja þær. Sé þetta rétt gætu draum-
ráðningar gegnt mikilvægu hlutverki í sálrænni meðferð, sálgreinandi orðið sann-
ur (en vart freudískur) túlkandi drauma.
Sé sálgreining á vemr setjandi ætti hún að vera eins konar millistig milli vísinda
og lista. Hin þögla þekking sem við (kannski) höfum á bældum hvötum er best
tjáð með listrænum hætti, á myndrænu máii. Sálgreinandinn þarf að beita eins
konar listaþerapíu, vera sjálfur listrænn túlkandi um leið og hann tekur fyllsta
tillit til vísindalegra rannsókna. Hann verður fara varlega í sakirnar, ekki gera
ráð fyrir að sjúklingur sé þjakaður af bældum hvötum nema allt bendi í þá áttina.
Beiti hann hugtakinu um dulvitund á annað borð verður hann að skilja það sem
meira eða minna frjóa tilgátu, ekki gefinn sannleika. Hann er opinn fyrir því að
taugalíffræðin sýni hina efnislegu hlið duldra kennda og að skáldskapurinn sé
gott tæki til að nálgast huglægu hliðina.
Osagt skal látið hvort þessi nálgun sé freudísk en vonandi hefur hugmyndin
eitthvað upp á sig, þó ekki væri nema sem hvati til hressilegrar rökræðu. Eg hef
reynt að benda á nýja möguleika, reynt að leika mögu-leikinn eins vel og mér er
frekast unnt.