Hugur - 01.06.2010, Page 184
HUGUR | 22. ÁR, 2010 | S. 182-I97
Hlynur Orri Stefánsson
Mælingar og samanburður á
löngunum1
Sú hugmynd að velferð felist í uppfyllingu langana hefiir verið ríkjandi í velferðar-
hagfræði frá fyrri hluta síðustu aldar. Fram að því höfðu hagfræðingar verið undir
miklum áhrifiim frá hinni klassísku nytjastefnu Jeremys Bentham.2 Líkt og Bent-
ham litu þeir svo á að nytjar væru sá eiginleiki hluta eða fyrirbæra sem skapaði
mönnum alla jafna vellíðan og kæmi í veg fyrir að þeir liðu þjáningar, og töldu
að velferð fælist einfaldlega í því að líða vel. Þegar komið var fram á þriðja og
fjórða áratug síðustu aldar bentu hins vegar hagfræðingar, sem voru undir mikl-
um áhrifum frá atferlishyggju og raunhyggju, á að það sé með engu móti hægt
að mæla hve vel einstaklingi líður. Langanir einstaklings má hins vegar mæla
með því að fylgjast með því hvað hann velur. Því tóku raunhyggjusinnaðir hag-
fræðingar og heimspekingar að hanna nýtt nytjahugtak, sem lýsir því á einfaldan
og hagkvæman máta hvað einstaklingur vill. Jafnframt hölluðu þeir sér að þeirri
kenningu að velferð einstaklings verði best mæld út frá því hve vel heimurinn
samrýmist löngunum hans.3
Það er vert að ítreka muninn á þessum tveimur kenningum um velferð - klass-
ískri nytjastefnu og kenningu hinna raunhyggjusinnuðu hagfræðinga - þar sem
hann er mikilvægur fyrir þá umræðu sem á eftir kemur (sérstaklega í kafla 2.1.).
Þótt gera megi ráð fyrir því að fólk finni í flestum tilfellum til vellíðunar við það
að fá löngunum sínum fullnægt, að minnsta kosti ef langanirnar eru skynsamlegar
1 Grein þessi byggir á MSc-ritgerð minni við London School of Economics and Political Science,
„Preference Satisfaction, Preference Strcngth, and the Impossibility of Interpersonal Comparis-
ons“ (2009). Leiðbcinandi var prófessor Ricliard Bradley. - Hrafn Ásgeirsson, Stefán Jóhann
Stefánsson, Árni Óskarsson, Eyja Margrét Brynjarsdóttir og nafnlaus ritrýnir lásu greinina yfir
og veittu gagnlegar ábendingar. Fá þau bestu þakkir fyrir.
2 Jeremy Bentham, An Introduction to the Principles of Mora/s and Legislation, sjá http://www.
econlib.org/library/Bentham/bnthPML18.htmI (1789).
3 Daniel M. Hausman og Michael S. McPherson, Economic Ana/ysis, Moral Phi/osophy, and Public
Po/icy (Cambridge: Cambridge University Press, önnur útgáfa 2006); John Broome, „‘Utility“,
Ethics Out of Economics (Cambridge: Cambridge University Press, 1999).