Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 187
Mælingar og samanburður á löngunum
i8S
færir honum kost sem hann metur mikils ef hann vinnur, en kost sem hann metur
ekki mikils ef hann tapar, og komast þannig að því hverjar vinningslíkurnar þurfa
að vera til þess að hann meti lottómiðann jafn mikils og t.d. þann kost sem hann
hefur þegar tryggt sér, komumst við (ef viðkomandi uppíyllir tiltekin skilyrði12) að
því hversu mikið hann langar í einn kostinn fremur en annan.
Einfalt dæmi ætti að skýra hvernig við finnum nytjafall í anda von Neumanns
og Morgensterns.13 Gefum okkur að við vitum að einstaklingur vill frekar fara í
frí til Washington en New York, en frekar til New York en Los Angeles. Til að
komast að því hversu mikið hann langar til að fara til einnar borgar fremur en
annarrar bjóðum við honum lottómiða sem gefur honum kost á að fara til Wash-
ington ef hann vinnur en til Los Angeles ef hann tapar og breytum vinningsh'k-
unum þangað til við höfum komist að því hverjar þær þurfa að vera til þess að
honum sé sama hvort hann fái lottómiðann eða ferð til New York. Segjum til að
mynda hann að meti lottómiðann á við ferð til New Yorkþegar vinningslíkur eru
75%. Munurinn á gildinu, eða nytjunum, sem vNM-nytjafall viðkomandi eignar
þá annars vegar ferð til New York og hins vegar til Los Angeles, er þá þrisvar
sinnum meiri en munurinn á þeim nytjum sem faUið eignar annars vegar New
York og hins vegar Washington. Ef vinningshlutfallið þyrfti hins vegar ekki að
vera nema 25% til að viðkomandi fyndist lottómiðinn vera jafngildur ferð til New
York myndum við draga þá ályktun að honum fyndist gildi ferðar til Washington
umfram ferð til New Yorkvera þrisvar sinnum meira en gildi ferðar til NewYork
umfram ferð til Los Angeles. Enda sýnir seinna valið að hann er tilbúinn til að
taka talsverða „áhættu“ til að komast frekar til Washington en New York. Með
því að prófa sig áfram með mismunandi kosti væri þannig fræðilega séð hægt
að leiða af ákvörðunum viðkomandi fiillkomna valröð, sem með formlegum og
nákvæmum hætti táknar hversu mikils hann metur alla mögulega kosti hvern í
samanburði við annan.
Sú grundvallarforsenda von Neumanns og Morgensterns að fólk viti nákvæm-
lega hvað það vill og velji samkvæmt því (sem reyndar er einnig gengið út frá í
rekstrarhagfræði) kann að virðast óraunsæ. Rannsóknir svokallaðra atferlishag-
fræðinga sýna reyndar að því fer fjarri að fólk hegði sér ávallt í samræmi við
frumsendur ákvörðunarfræðinnar.14 Það sem hins vegar skiptir máli í þessu sam-
hengi, frá sjónarhóli raunhyggjusinnaðra hagfræðinga sem vinna með hið nýja
nytjahugtak, er að aðferð vNM sýnir að fræðilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að
við getum sannreynt fullyrðingar um hversu mikið einstakling langar í eitthvað
- öfugt við t.d. fullyrðingar um hversu vel einstaklingi h'ður. Því undir tilteknum
kringumstæðum mun i hegða sér með einum hætti ef það er satt að hann langar
mikið í X, en með öðrum hætti ef fullyrðingin er ósönn.15
12 Um skilyrðin er fjallað í Shaun Hargreaves Heap o.fl., Ihe Theory of Choice: A Critical Guide,
9-10.
13 Dæmið er fengið að láni úr inngangsriti að ákvörðunarfræði eftir Michael D. Resnik, Choices:An
lntroduction to Decision Theory (Minneapolis: University of Minneapolis Press, 1987), 89.
14 Fjallað er um nokkrar slíkar rannsóknir í Shaun Hargreaves Heap o.fl., 7he Theory of Choice: A
Critical Guide, sérstaklega kafla 3.
Vert er að benda á að þótt við drögum ályktanir um langanir einstaklings, eða hvernig hann metur
15