Hugur - 01.06.2010, Síða 189
Mælingar og samanburður á löngunum 187
bjó að baki því að heimspekingar og hagfræðingar sögðu skilið við nytjahugtak
Benthams. Mörg af þeim rökum sem þeir beittu gegn nytjahugtaki Benthams má
nefnilega allt eins skilja sem rök gegn því að styðjast við uppfyllingu langana sem
mæhkvarða á velferð, enda er engin leið til að magnbinda hversu vel langanir eru
uppfylltar.
1.2. vNM-nytjar endurspegla skalann sem notaður var
Nytjaföll sem fást með aðferð von Neumanns og Morgensterns og endurspegla
ekki bara hvernig einstaklingur raðar kostum heldur einnig hversu mikinn mun
hann telur vera á þeim, gætu virst hjálplegri þegar kemur að ákvörðunum um
hvernig verja skuli takmörkuðum gæðum samfélagsins, heldur en hin einfaldari
nytjafjöll sem einungis tákna hvernig einstaklingur raðar kostum. Þegar við met-
um til dæmis hvort frekar skuli byggja knattspyrnuvöll eða körfuboltavöll fyrir
almannafé finnst okkur ekki alltaf nóg að vita hvorn kostinn fleiri vilja, heldur
viljum við geta sagt til um hvort langanir þeirra sem vilja annan kostinn séu mjög
sterkar meðan þeir sem vilja hinn kostinn láti sig málið aftur á móti litlu varða.
Ef betur er að gáð reynast hins vegar vNM-nytjaföll gagnslaus þegar kemur að
því að taka eða meta stjórnvaldsákvarðanir, af þeirri ástæðu að þau gildi sem slík
nytjaföll gefa kostum eru alltaf að hluta til afstæð við þann skala sem notaður var
þegar langanir viðkomandi voru mældar. Það þýðir að aflar tilraunir til að „leggja
saman“ styrkleika langana einstaklinga úr hvorum hópnum fyrir sig, til að skera
úr um hvor hópurinn hefúr samanlagt sterkari langanir, hljóta að gefa tilviljunar-
kenndar niðurstöður.18
Svo notast sé aftur við upphaflega dæmið um langanir einstakflngs til að ferðast
helst til Washington og síst til Los Angeles, þá var niðurstaðan úr þeirri æfingu
einfaldlega sú að mismunurinn á gildinu sem viðkomandi (eða nytjafall hans)
eignar annars vegar New York og hins vegar Los Angeles væri þrisvar sinnum
meiri en mismunurinn á gildinu sem hann eignar annars vegar Washington og
hins vegar New York. Svo lengi sem við gættum að þessu hlutfalli var okkur hins
vegar algjörlega í sjálfsvald sett að velja hvaða gildi við notuðum. Jafnvel þótt við
heföum haldið tiflauninni áfram og kannað með þessum hætti afstöðu viðkom-
andi til allra mögulegra og ómögulegra kosta, værum við ennþá bara bundin af
því hlutfalli á milli mismunar á gildum sem æfingin leiddi í ljós. Enda er ekkert
við eðli slíkra tilrauna eða mæflnga sem segir að við ættum ávaflt að byrja þær og
enda á sama gildi.
Miðað við þá aðferð sem við notum til að meta styrk langana - nefnilega að
fylgjast með (ímynduðu eða raunverulegu) vali á mifli mismunandi kosta - er
heldur engin leið að segja til um hvort notaður sé sami skafl þegar langanir mis-
munandi einstaklinga eru metnar, né hvernig eigi að færa þær yfir á sama skala.
Enda segir val einstakflngs á milli kosta okkur einungis eitthvað um hvernig hann
metur einn kost í samanburði við aðra kosti, en ekkert um hversu mikill mun-
18 Sjá til að mynda Kenneth Arrow, Social Cboice and Individual Va/ues (New York: John Wiley &
Sons, önnur útgáfa 1963) og Amartya Sen, Collective Choice and Social Welfare (San Francisco:
Holden-Day, 1970).