Hugur - 01.06.2010, Page 193
Mœlingar og samanburður á löngunum
191
skilja aðferð Harsanyis sem það sem Amartya Sen kallar „samanburð byggðan
á sjálfskoðun" (e. introspective comparison).28 Það er, við ímyndum okkur hvernig
það er að vera tveir einstaklingar, með alla þeirra eiginleika, sögu og langanir, og
berum svo saman. Oljóst er hvers vegna við ættum að geta fullyrt að við höfum
hæfileika til að ímynda okkur hvernig það er að vera einhver annar en við erum.
Vel getur verið að fullyrðing Kens Binmore um að líffræðileg þróun hafi séð okk-
ur fyrir slíkum hæfileikum sé sönn.29 Vandamálið er hins vegar að það er engin
leið fyrir okkur að skera úr um hvort svo sé. Því að þótt setningar sem byggja á
því sem kemur út úr slíkum hugaræfingum hafi rökform raunhæfinga getum við
að sjálfsögðu ekki vísað til hlutlægs mælikvarða til að meta hvort þær séu sannar.
En jafnvel þótt við gefúm okkur að við getum með nokkuð nákvæmum hætti
ímyndað okkur hvernig það er að vera tveir ólíkir einstaklingar - og gefúm okkur
jafnframt að slík hluttekning sé alfarið byggð á þekkingu á orsökum langana og
staðreyndum um viðkomandi einstaklinga — myndu sh'kir hæfileikar í besta falli
hjálpa okkur að bera saman hvernig þeim h'ður, en ekki hversu sterkar langanir
þeirra eru.30 Enda er samanburður á því hvernig það er að vera tveir einstaklingar,
eða hvernig þeim h'ður, alls óskyldur samanburði á styrk langana þeirra.
Einnig er hægt að túlka aðferð Harsanyis sem það sem Sen kallar „ímyndað
val byggt á sjálfskoðun“ (e. introspective as-if 'cboice).31 Það er að segja,við reynum
að gera upp við okkur hvort við myndum frekar velja að vera einstaklingur i með
alla hans eiginleika og langanir í aðstæðum A, eða einstaklingur j með alla hans
eiginleika og langanir í aðstæðum B. Vel má vera að við getum með sh'kum hugar-
æfingum í mörgum tilfellum komist að ákveðinni niðurstöðu um hvorn kostinn
við myndum velja. Hins vegar er með öllu óljóst hvers vegna við ættum að telja að
slíkt val sé grundvallað á þekkingu á löngunum viðkomandi einstaklinga, frekar
en til að mynda á gildisdómi þess er framkvæmir æfinguna á eiginleikum A og B,
eða ágiskun hans á því hvernig A og B líður.32
Helsta vandamáhð við aðferð Hasanyis er þó að hún krefst reynsluþekkingar
sem er ekki aðeins mjög langt frá því stigi sem sálfræðingar og taugafræðingar
hafa náð í dag, heldur virðist röklega ómögulegt að við munum nokkurn tím-
ann öðlast slíka þekkingu. Hugsanlegt er að við munum einhvern tímann öðlast
þekkingu á þeim orsökum sem valda einstaklingsbundnum mun á því hvernig
menn raða kostum. Enda getum við oft og tíðum lesið af hegðun einstaldinga
hvernig þeir raða kostum, og slíkar athuganir gætum við mögulega notað til að
skýra hvers vegna þeir sem orðið hafa fyrir tilteknum áhrifúm (og hafa ákveðna
grunngerð) meta einn kost betri en annan. Erfitt er hins vegar að sjá hvernig við
28 Amartya Sen, „Interpersonal Comparison of Welfare", í Amartya Sen, Choice, Welfare andMeas-
urement (Oxford: Blackwell, 1982).
29 Ken Binmore, „Interpersonal Comparison of Utility", sjá http://else.econ.ucl.ac.uk/papers/
uploaded/2Ó4.pdf (2007).
30 Tltomas M. Scanlon, „Hie Moral Basis of Interpersonal Comparisons", í Jon Elster og John
Roemer (ritstj.), Interpersonal Comparisons of Well-Being (Cambridge: Cambridge University
Press, 1991).
31 Amartya Sen, „Interpersonal Comparison of Welfare".
32 Daniel M. Hausman og Michael S. McPherson, Economic Analysis, Moral Phi/osophy, and Public
Po/icy, 106; John Broome, „Extended Preferences", 31-32.