Hugur - 01.06.2010, Page 198
196 Hlynur Orri Stefánsson
athugunar til að ganga úr skugga um). I öðru lagi leiðir hugmyndin til þess að um
alla kosti Ygildir að bæði X&cY og X-'Y er skipað í sama sæti í valröð viðkomandi
og X, því að öðrum kosti hlyti annaðhvort X&cYeða X-Yað vera sett í sæti sem er
ofar X. Jafnvel þótt við gefum okkur að langanir viðkomandi séu seðjandi er eríitt
að skilja hvernig þetta gæti átt við um alla kosti. Ljóst er því að vandamálið við
núll-einn regluna ristir dýpra en svo að ekki hafi tekist að færa sannfærandi rök
fyrir henni: Reglan sjálf leiðir til mótsagnarkenndra niðurstaðna.
Niðurstaða
I þessari grein hef ég fært rök fyrir því að hin viðtekna aðferð við að mæla lang-
anir gefi einungis kost á því að mæla styrk langana en ekki hversu vel löngunum
einhvers er fullnægt. Eg hef jafnframt fært rök fyrir því að aðferð þessi gefi ekki
kost á því að bera saman hversu mikið tiltekinn einstaklingur vill að einn kostur
verði að veruleika við það hversu mikið einhver annar einstaklingur (eða sami ein-
staklingur eftir að langanir hans hafa breyst) vill að kostur verði að veruleika. Frá
sjónarhóli rekstrarhagfræði og neytendafræði er vandamálið óverulegt, því enda
þótt nytjahugtakið gegni veigamiklu hlutverki í slíkum fræðum lcrefjast þau þess
ekki að hægt sé að bera saman gildi úr mismunandi nytjafjöllum. Vandamálið er
hins vegar öllu stærra fyrir þá tegund nytjastefnu sem segir að gildi stjórnvalds-
aðgerða fari eftir því hversu vel þær samrýmist löngunum borgaranna. Fyrst við
getum ekki borið saman styrk langana óh'kra einstaklinga er erfitt að sjá hvernig
hægt er, á grundvelli umræddrar stjórnspeki, að velja á milli tveggja aðgerða sem
falla misvel að löngunum ólíkra borgara. Ekki er um að ræða erfiðleika sem stafar
af tæknilegum útfærslum shkrar stjórnspeki heldur röklegan vanda vegna hins
viðtekna (fræðilega) skilnings á hugtakinu „löngun". En stjórnspeki sem röklega
ómögulegt er að leiða af hagnýt fyrirmæh um aðgerðir stjórnvalda hlýmr að vera
í miklum vanda.
Abstract
Measuring and Comparing Preferences
Modern decision theory offers a sophisticated way to measure and represent
people’s preferences. The idea is that we measure the strength of a preference
by how it disposes an individual to act; particularly by the level of risk it causes
him or her to take. A consequence of this method, this paper argues, is that
we cannot identify degrees of preference satisfaction with degrees of preference
strength and hence have no way of quantifying preference satisfaction. Another
drawback of this method, it is argued, is that it does not allow comparisons of
preference strength between persons. The measures it generates are only unique
up to a choice of scale and, given the information that is used, there is no way to
tell whether the preferences of two individuals are being measured on the same