Hugur - 01.06.2010, Page 202
200
Atli Harðarson
hliðarkenningar sem skýra hvernig vanþekking er möguleg. Það ætti því kannski
að kalla þá skoðun að fyrirbæri geti ekki haft óþekkta eiginleika einfalda hug-
hyggju, fremur en að eigna hana öllum hughyggjumönnum án fyrirvara. En hvað
sem því líður á hluthyggjumaður mun auðveldara með það en hughyggjumaður
að skýra hvernig mönnum getur skjátlast um efni eins og sínar eigin geðshrær-
ingar.
Sé einhver í vafa um hvort það sem hrærist í hug hans er ótti eða virðing,
afbrýðisemi eða skömm þá getur hluthyggjumaður sagt að hann skorti þekkingu
á einhverjum raunveruleika en hughyggjumaður mundi fremur líta á það sem
verkefni að skapa sér sannleika um þetta efni eða móta geðshræringarnar svo þær
verði eitthvað ákveðið.
Spurningar um hvort hægt sé að gera greinarmun á hughyggju og hluthyggju
um sjálfið og hvor kenningin er réttari, ef á annað borð er hægt að greina á milli
þeirra, snúast líklega, þegar öllu er á botninn hvolft, einkum um hvernig rétt sé að
gera grein fyrir vanþekkingu manna um sitt eigið sjálf.
*
Ef til vill skilja flestir spurningu um hvort sjálfið sé til í raun og veru sem spurn-
ingu um hvort einhvers konar hughyggja sé rétt kenning um tilveru þess, enda
er sú hugsun áleitin að hughyggja um fyrirbæri feli í sér að þau séu ekki fyllilega
raunveruleg. En spurningin þarf ekki að hafa þessa merkingu. Við getum h'ka
spurt hvort sjálfið sé yfirleitt til með nokkrum hætti eða hvort hughyggjumenn
og hluthyggjumenn ættu að sameinast um að telja allt tal þar um hrein og klár
ósannindi. Eru orðasambönd eins og inn við beinið og innst inni yfirleitt notuð til
að tjá einhvern sannleika?
Eg sé tvenns konar ástæður til að efast um það. Onnur er að tal um hvernig
menn eru innst inni er oft innantómt kurteisishjal sem haft er uppi til að forð-
ast árekstra í samskiptum. Þurfi að kvarta undan framkomu manns er því gjarna
hnýtt aftan við að hann sé samt vænsti maður inn við beinið. Með þessu verður
ásökunin mildari og minni líkur á að af henni hljótist alvarlegt ósætti. Þörfin til
að taka broddinn úr klögumálum kann að skýra útbreidda notkun orðsambanda
eins og innst inni og inn við beinið. Þessi skýring gefúr ekki tilefni til að ætla að
orðalagið vísi á einhvern greinarmun sem er til í veruleikanum.
Hin ástæðan til að efast um að til sé sannleikur um hvernig menn eru inn við
beinið er að tal þar um er alloft notað til að viðhalda blekkingum fremur en að
auka skilning og þekkingu. Ef við viljum telja einhvern góðan lítum við svo á að
einungis það góða sem hann gerir vitni um hvernig hann er inn við beinið. Sé
hins vegar bent á að einhver sem okkur er illa við geri ýmislegt gott þá teljum við
þetta bara sýndarmennsku hjá honum því hann sé slæmur inn við beinið. Grein-
armunurinn hjálpar okkur þannig að komast hjá því að viðurkenna að óvinir okk-
ar eigi ýmislegt gott til og að vinir okkar séu ekki eins frábærir og við viljum vera
láta - hann er með öðrum orðum notaður til að einfalda litróf mannh'fsins, jafnvel
til að sjá það allt í svörtu og hvítu.
Þessar tvenns konar ástæður til að efast um að til sé sannleikur um hvernig