Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 211
Inn við beinið
209
skömm, andúð sinni og samúð, tilhlökkun og kvíða og þar fram eftir götum ekki
þekking á afmörkuðu sviði. Hún felur í sér víðfeðman skilning á lífinu - bæði
á hugmyndaheiminum þar sem mannvitið sýslar og á kenjum líkamans. Það er
hægt að auka þennan skilning með því að lesa bækur, mæta á ættarmót, spreyta
sig í félagsh'fi og stjórnmálum, ganga á fjöll eða glíma við almættið.
Ef hugmyndasagan mótar gildismat okkar, og þar með hvað vekur okkur andúð
og samúð, með svipuðum hætti og Taylor lýsir, þá virðist nær allur lærdómur geta
stuðlað að sjálfsþekkingu. Ég held að það kunni því að vera rétt að túlka tal um
sjálfsþekkingu svo að það lýsi vissu sjónarhorni á ýmsan lærdóm fremur en þekk-
ingu um mjög afmarkað efni.
I 3. kafla nefndi ég að Jopling lýsir sjálfinu svo að það „feli í sér persónuleg
einkenni, samhangandi ævisögu, miðlæg gildi og miðlægar skoðanir, langanir, til-
hneigingar og geðshræringar". Ef sú tilgáta sem hér hefúr verið reifúð er rétt þá
er ef til vill sá sannleikskjarni í lýsingu hans að sjálfsþekking innifelur þekkingu
á öllu þessu og miklu fleiru. Vera má að í henni felist nokkuð stór hluti af öllu
því sem almennt er kallað viska og þroski og kannski er mestur hluti þess sem
almennt er kallað heimska og hálfvitaskapur, þegar öflu er á botninn hvolft, ekk-
ert nema sjálfsblekking.
Þakkir: Drög aðpessarigrein voruflutt semJyrirlestur í námskeiðinu Málstofa íheim-
speki menntunar (MEN211F) við Háskóla Islands íjanúar2010. Egpakka nemendum
í námskeiðinu og kennurunum, peim Kristjáni Kristjánssyni og Sigurði J. Grétarssyni,
fyrir umræður, ráð og ábendingar. Einnigpakka ég naphlausum ritrýni Hugar, Eyju
Margréti Brynjarsdóttur ritstjóra Hugar og konu minni Hörpu Hreinsdóttur fyrir
yflrlestur og gagnlegar athugasemdir.
Rit
Aristóteles. (1985). Um sálina (íslensk þýðing Sigurjóns Björnssonar). Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag.
Damasio, Antonio. (1999). TheFeeling ofWhat Happens: Body, Emotion and theMaking
of Consciousness. New York: Harcourt Brace.
Gergen, Kenneth J. (2000). Thc Saturated Self: Dilemmas of Identity in Contemporary
Life. New York: Basic Books.
Jopling, David A. (2000). Self-Knowledge and the Self. London: Routledge.
Kristján ICristjánsson. (2010). The Self andIts Emotions. New York: Cambridge Uni-
versity Press.
Oakeshott, Michael. (1989). Ihe Voice of Liberal Leaming. New Haven og London:
Yale University Press.
Taylor, Charles. (1989). Sources of the Self: The Making of the Modern Identity. Cam-
bridge, Massachusetts: Harvard University Press.