Hugur - 01.06.2010, Page 219
HUGUR | 22. ÁR, 2010
Höfundar efnis
Atli Harðarson (f. 1960) er með MA-próf í heimspeki frá Brown University og
starfar sem aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Nýjasta bók hans
um heimspekileg efni, I sátt við óvissuna, var gefin út af Heimspekistofnun Háskóla
Islands árið 2009.
Brynhildur Sigurðardóttir (f. 1970) er með B.Ed.-próf frá Kennaraháskóla Is-
lands og M.Ed. frá Montclair State University með sérhæfingu í heimspeki með
börnum. Hún er heimspekikennari við Garðaskóla og hefur kennt námskeið um
heimspekikennslu við Menntavísindasvið Hí frá 2006.
Erlendur Jónsson (f. 1948) er doktor í heimspeki frá Cambridge University. Hann
er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (f. 1980) lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla ís-
lands 2003 og MA-prófi í umhverfisheimspeki (MA in values and the environment)
frá Lancaster University í Bretlandi 2006. Hún er nú doktorsnemi í heimspeki við
Háskóla íslands, stundakennari við HI og Myndlistaskóla Reykjavíkur, og rannsak-
andi hjá EDDU öndvegissetri.
Guðmundur Heiðar Frímannsson (f. 1952) lauk BA-prófi í heimspeki og sálar-
fræði frá Háskóla Islands 1976 og doktorsprófi í siðfræði frá Háskólanum í St. And-
rews í Skodandi 1991. Hann er prófessor í heimspeki við hug- og félagsvísindasvið
Háskólans á Akureyri og kennir siðfræði og heimspeki menntunar.
Hlynur Orri Stefánsson (f. 1983) lauk MSc-prófi í heimspeki frá London School
of Economics and Political Science. Hann er nú doktorsnemi í heimspeki við sama
skóla, með áherslu á grundvöll hagfræðinnar og skyldar greinar, svo sem ákvörð-
unarfræði, grundvöll líkindafræðinnar, stjórnmálaheimspeki, siðfræði og heimspeki
félagsvísinda.
Hreinn Pálsson (f. 1955) lauk Ph.D.-prófi frá Michigan State University með heim-
speki með börnum sem sérsvið. Hann starfar sem prófstjóri við Háskóla íslands.
Olafur Páll Jónsson (f. 1969) lauk MA-prófi í heimspeki frá Calgary-háskóla í
Kanada og Ph.D.-prófi í heimspeki frá MIT í Bandaríkjunum. Hann er dósent í
heimspeki við menntavísindasvið Háskóla Islands.
Róbert H. Haraldsson (f. 1959) lauk doktorsprófi frá háskólanum í Pittsburgh árið
1997. Hann er prófessor við Háskóla íslands.
Sigríður Þorgeirsdóttir (f. 1958) er doktor í heimspeki frá Humboldt-háskóla í
Berlín. Hún er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands og hefur einkum skrifað um