Hugur - 01.06.2010, Page 222
Hugur 23/2011 - kallað eftir efni
Hugur- tímarit um heimspeki lýsir eftir efni í 23. árgang, 2011. Þema Hugar 2011
verður náttúra.
I vestrænni heimspeki hefur náttúruhugtakið komið fram í margvíslegum
myndum sem má í grófum dráttum flokka í þrennt: Það sem er eðli einhvers,
það sem á við ómanngert umhverfi og það sem er andstætt andlegum eða
yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þema Hugar mun snúast um allar þessar merk-
ingar hugtaksins eins og það kemur fyrir hjá einstökum heimspekingum, í sið-
fræði, umhverfissiðfræði, vísindaheimspeki, heimspekilegri guðfræði, frum-
speki, þekkingarfræði og fagurfræði.
Tekið er við frumsömdum greinum sem draga fram einhver (eða öll) þessara
andlita náttúruhugtaksins. Jafnframt verða birtar heimspekilegar greinar sem
ekki falla undir þema heftisins og er tekið við slíkum greinum sem og ritdóm-
um og íslenskum þýðingum á heimspekilegu efni. Allar frumsamdar greinar
sem birtast í Hug fara í gegnum nafnlausa ritrýni og ákvarðanir um birtingu
eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunarlengd greina er átta þúsund orð að
hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um frágang sem
má finna á Heimspekivefnum: http://heimspeki.hi.is/?page_id=i9Ó6 (mappa
undir fyrirsögninni FAH/Hugur).
Skilafrestur efnis fyrir Hug 2011 er 15. mars 2011. Efni skal senda til ritstjóra,
Henrys Alexanders Henryssonar, hah@hi.is. Þangað má jafnframt senda
fyrirspurnir.
* * *
Ert þú á netfangalista FÁH?
Áskrifendur Hugar og félagsmenn í Félagi áhugamanna um heimspeki eru vel
á fjórða hundraðið.Tilkynningar um fundi og aðra viðburði á vegum félagsins
eru að öðru jöfnu sendar út með tölvupósti. Því er brýnt að félagsmenn séu
(rétt) skráðir á netfangalista félagsins.
Ert þú skráð/ur á netfangalistann? Er skráningin rétt? Hafðu samband við
formann félagsins, Egil Arnarson, í tölvupósti (egillarn@hi.is) eða símleiðis
(662-1757).