Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 6
ENNGANGUR RITSTJÓRA
samfélaginu, verið einkavæddur og hann hefur tvístrast. Hann birtist
ekki lengur í orðræðu kirkju eða ríkisvalds nema að mjög takmörkuðu
leyti. Hann birtist í baráttunni um sölu og auð og hann birtist í slagnum
um sábrnar, baráttunni um hin póbtísku völd, því aðgangur að honum er
ekki takmarkaður með neinum formlegum hætti. Þetta er sjálfsagt bæði
gott og vont: Gott - vegna þess að það kippir öllum stoðum undan þeirri
hugmynd að einhver tegund áróðurs kunni að vera sannari eða trúverð-
ugri en önntn fyrir kennivald þess sem áróðrinum beitir; vont - vegna
þess að það ofurselur sífellt stærri og stærri hluta lífsins einhverskonar
áróðri, hvort sem hann birtist í grófri auglýsingamennsku, póliták eða
fortölum af einhverju tagi sem snúast um að fá mann til að haga sér svona
en ekki öðruvísi: Koma manni í skifning um með beinum hætti eða
óbeinum að ein tegund bfs sé betri en aðrar, jafnvel þó að manni sé frjálst
að velja sjálfur það líf sem haxm kýs að bfa.
Bandaríski sagnfræðingurinn Daniel Borstein heldur því einmitt fram
í bók sinni Democracy and its Discontents að lýðræðisríkið eins og það hef-
ur þróast í Bandaríkjunum sé ekki aðeins póbtískt kerfi, heldur einnig og
ekki síðtn fjöldi stofnana sem hafa að markmiði að gera almenningi kleift
að eignast abt sem hann gimist. I því ljósi setur Borstein fram þá kenn-
ingu að auglýsingar séu mælskufræði lýðræðisríkja sem ífeistist jafnffamt
til að taka sannfæringarmáttinn fram yfir þekkingarkröfuna. Mælsku-
fræði lýðræðisins einkennist af endurtekningu, einföldum ffamsetningar-
máta, alnánd og útþurrkun sem allt eru aflvakar í samfélögum þar sem
hagvöxtur og kaupmáttur eru mikilvægir mæbk\’arðar á velsæld þegn-
anna. Endurtekninguna og hinn einfalda ffamsetningarmáta þarf vart að
skýra, en með útþurrkun er okkur tabn trú um að við eigum ekki að sætta
okkur við orðinn hlut, að í gærdeginum geti búið fjötrar ffamtíðarinnar.
Við eigum einfaldlega rétt á hinu nýja vegna þess að það er betra. Al-
nándin felst í gríðarlegri orku auglýsingarinnar sem fyllir upp í tdlveru
okkar, færist inn á áður ónýtt svið. Auða svæðið ógnar neyslulýðræðinu
því að þar missir markaðurinn af tækifæri tdl að ná tdl neytandans.
Jóhanni Sæmundssyni, prófessor í læknadeild háskólans var áróður hug-
leikinn í lok heimstyrjaldarinnar síðari og taldi í honum fólgna eina mestu
hættu sem að mönnum steðjaði eftdr lok hildarleiksins. Grein Jóhanns
„Um áróður“ birtdst fyrst í hinu gamla tímariti Háskóla Islands, Samtíð og
sögn, og er að stofni til fyrirlestur Jóhanns sem hann fluttd í Háskólanum
25. mars 1945 í skugga heiinsstyrjaldarinnar sem þá var enn ekki lokið. Jó-
4