Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 8
INNGANGUR RITSTJORA
Það þarf ekki að leita langt að dæmtim um hvemig sannfæring, þó að
aðeins sé um sannfæringu í skamman tíma að ræða, getm' nægt jafnvel
stjómvöldum í lýðræðisríkjum. Þegar þetta er skrifað stendur yfir ein-
hverskonar rannsókn á því í Bretlandi og Bandaríkjunum hvort leiðtogar
þessara ríkja hafi beitt blekkingum til að telja þjóðum sínum trú um að
hætta stafaði af vopnaeign íraka þegar þeir vissu vel að svo væri alls ekki.
Hver svo sem niðurstaðan verður þá hafa framámenn í Bandaríkjunum
látið í ljós þá merkilegu afstöðu að jafiivel þó að réttlæting innrásar
Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í írak hafi verið meint gereyð-
ingarvopn í Irak, þá skipti ekki lengur máh hvort sú ógn hafi verið raun-
veruleg eða ekki vegna þess að góðum tilgangi hafi verið náð. Varla er
hægt að hugsa sér betra dæmi um að tímabundin sannfæring sé tekin
fram yfir þekkingu á heiminum og að hugmyndafræðilega mögnuð ógn
eigi að vera góð og gild sem ástæða stríðsaðgerða.
Alfrún Gunnlaugsdóttir skoðar áróður í sinni víðustu mynd sem tæki
til að stýra hegðun og hugsun þegnanna í grein sinni, hvort heldur sem
horft er til menntunar, trúarbragða og stjórnmála, eða til persónulegra
sviðs hjónabands, kyrdífs, barneigna og megrunarkúra. Þó að valdboð
Rannsóknarréttarins og kirkjunnar hafi lotið í lægra haldi fýrir húman-
ismanum telur Alffún áróðursstýringu valdhafa í fullu gildi nú sem fýrr.
Dyggðir og meinlæti taka á sig nýjar myndir með breyttum sið, sjálfspín-
ingar á trúarlega vísu hafa vikið fýrir því fikamlega meinlæti sem stuðlar
að fegurra útliti í tækjasölum líkamsræktarstöðvanna. Heilsuræktaráróð-
ursstríðið kristallast í þeirri skemmtilegu niðurstöðu Álfrúnar að „það er
okkur sjálfnm að kenna að við deyjum“. Þetta má til sanns vegar færa því
að tvö algeng auglýsingaslagorð úr samtímanum eru lýsandi dæmi um þá
fjarstæðukenndu lífssýn sem Alffún dregur upp í grein sinni: „Líkaminn
þarf að endast þér alla ævi“ og „láttu þér líða vel, þetta k'f er til þess gert“.
Margrét Jónsdóttir ræðir muninn á uppbyggilegum áróðri - eða vitund-
arvakningu í tengslum við valdatöku falangista á Spáni efdr borgarastríðið
annarsvegar og hugmyndaffæðinni sem lá að bald skipulagi ríkisins á Spáni
tmdir Franco. Margrét rekur hvemig uppeldistækni fasistasjómarinnar
nýtti hin einföldu meðul áróðursins í „uppbyggingu þjóðarandans“ á ára-
mgunum effir stríðið. Stjómvöld á Spáni gerðu sér vel ljóst að verkefhi
þeirra væri ekki aðeins að reka áróður fyrir tilteknum gildum heldur þyrfd
að ala upp heila kynslóð sem tengdi sig við þessi gildi afdráttarlaust og ;ín
umhugsunar. Falangistar gerðu sér vel grein fýrir því að aðeins hinir ómót-
6