Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 9
INNGANGUR RITSTJÓRA
uðu væru móttækilegir fyrir áróðri þeirra og færir um að tileinka sér gildi
svo andstæð lýðveldisandanum sem þeir þurftu að brjóta niður. Þessvegna
er forvitnilegt að skoða kennslubækur og uppeldisaðferðir sem þróaðar
voru á árunum efdr borgarastríðið tdl að sjá í hverju áróðurinn fólst og hver
sá gildaheimur var sem þegnamir áttu að tileinka sér.
Olafur Páll Jónsson tekur áróðursgreininguna í aðra átt í grein sinni
um lýðræði og sýnir hvernig lýðræðisleg umræða þynnist út og vinnur
gegn sjálfri sér ef þess er ekld gætt að varðveita nokkur grundvallargildi
hennar. Ólafur gerir greinarmun á tvennskonar orðræðu lýðræðis sem
hann nefnir annarsvegar prúttlýðræði, hinsvegar rökræðulýðræði.
Prúttlýðræði er í meginatriðum fólgið í því að láta hagsmuni og tiltekna
hugmynd um farsæld ráða ferðirmi, en þetta gerist, eins og Ólafur bend-
ir á, óhjákvæmilega á kostnað réttlætisins. Rökræðulýðræði snýst hins-
vegar um samræðu þegnanna og samkomulag á grundvelli réttlætis.
Þessari lýðræðisgreiningu beitir Ólafur svo á umræðu hér á landi um
virkjanamál og bendir á að hún hafi öll einkenni prúttlýðræðisins.
Grein Gauta Kristmannssonar „Af heimsveldum auðmagns og almúga
og endalokum ríkisms" er ádrepa á heimsvaldahyggju samtímans, kapítal-
isma, hnattvæðingu og stjómleysið sem skapast hefur efdr hrun kommún-
ismans. I henni tekur Gauti saman ehú bókanna Empire eftír Hardt og
Negri, The Silent Takeover efrir Noreem Hertz og Captive State efdr George
Monbiot, en þessi rit fjalla um leiðir nútímamanna ril andófs gegn einok-
unarkapítalisma í öllum sínum myndum, þar sem fjölþjóðafýrirtæki eru
hægt og örugglega að taka yfir eignir og völd sem áður voru í höndum
þjóða, og með því verða ríkin leiksoppar viðskiptahagsmuna. I öllum ofan-
greindum bókum er varað við þeirri spillingu sem fylgir lögmálum græðg-
irmar, siðleysi hinna nýju athafnamanna. Ef ekki er snúið frá þessari stefhu
telur Gauti hætt við að bylting kapítafismans endi á því að éta bömin sín.
Greinar Margrétar, Alffúnar, Gauta og Ólafs Páls fjalla allar, ásamt
grein Jóhanns Sæmundssonar, um megin viðfangsefni þessa hefris. En að
auki birtum við tvær myndaraðir sem hvor um sig sýnir ákveðna hfið áróð-
urs. Annarsvegar eru sovésk áróðursplaköt ffá árum kaldastríðsins sem gefa
ágæta sýn á mynd- og táknmál sovésks áróðurs á þessum tímum. Forsíðu-
myndin er ein af þessum sovésku áróðursmyndum: Þrír geltandi hundar
draga upp þá mynd sem áróðursmeistarinn vill gera af vestrænum fjölmiðl-
um á sjöunda áratugnum sem dreifi lygum, blekkingum og ögrunum yfir
heimsbyggðina. Þannig kemur áróður ffam í áróðri gegn áróðri. Myndim-
7