Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 11
JÓHANN SÆMUNDSSON
Um áróður
(Flutt 25. marz 1945)
Fyrir rúmlega hundrað árum starfaði félagsskapur í Parísarborg, sem tók
að sér að ábyrgjast rithöfundum, að leikrit þeirra næðu almenningshylli.
Félag þetta hét Société d’Assurance de succés dramatique. Hvert það
leikritaskáld, sem vildi komast áfram og hljóta viðurkenningu fyrir verk
sín, neyddist til að tryggja sér aðstoð þessa félags og greiða því skatt.
Hver, sem var svo óforsjáll að gera þetta ekki, gat átt það á hættu, að leik-
rit hans félli gersamlega í grýtta jörð og yrði einslds metið af almenningi,
hversu gott, sem það var, en á hinn bóginn hafði félagið á valdi sínu að
tryggja bögubósum húsfylli hvað efrir annað og almannalof fyrir skáldleg
tilþrif, ef þeir leituðu aðstoðar þess.
Félagsmenn skiptu með sér verkum og störfuðu í 7 deildum. Fyrsta
deildin hafði það hlutverk að vekja áhuga og forvitni almennings, áður en
sýningar hófust. Menn úr þeirri deild stóðu hjá götuauglýsingum leik-
hússins og töluðu fjálglega um hið stórfenglega listaverk, sem nú ætti að
fara að sýna. Þeir áttu að kynda undir áhuga vegfarenda og nefndust
chauffeurs.
Hinar deildirnar 6 skiptu með sér verkum innan veggja leikhússins.
Fyrst má þar nefna klapparana (tapageurs), sem klöppuðu lof í lófa á við-
eigandi stöðum, svo að undir tók, og hleyptu af stað fagnaðarlátum. I
öðru lagi voru svonefndir cisseurs, sem áttu að hafa yfir fyrir munni sér
sérstök, athyglisverð atriði í leikritinu, svo að þau færu ekki ffam hjá
áhorfendum. Þá voru rieurs, hlæjendur, sem ráku upp skellihlátur við
hverri tilraun til fyndni, en næst komu grátendur, pleureurs, sem snöktu
9