Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 15
UM ÁRÓÐUR
Fræðslan miðar þó að því, almennt skoðað, að þroska óháða dóm-
greind. Komizt hefur verið þannig að orði, að með ffæðslunni sé fólki
kennt, hvemig fara eigi að því að hugsa, en tilgangur áróðursins sé sá að
kenna fólkinu, hvað það eigi að hugsa. Með öðmm orðum: Fræðsla,
menntun og þekking er lykillinn að andlegu ffelsi einstaklingsins. En
áróður, sem náð hefur takmarki sínu tdl fulls, hneppir andlegt líf einstak-
lingsins í ákveðna fjötra. Andleg framtakssemi hans er vængstýfð. And-
legt líf hans rennur í farvegi, sem áróðursmeistararnir hafa skapað.
Aróður er ævagamall, þótt hann hafi aldrei verið annað eins stórveldi
í andans heimi og síðustu áratugina. Aróður, beinn eða óbeinn, hefur
jafnan fylgt valdinu. Hann hefur fylgt valdi kirkjunnar, valdi konunga,
valdi auðsins, valdi hins sterka. Það er nútímatækni fyrst og fremst að
þakka eða kenna, ásamt æ fullkomnari skipulagningu, hversu áróðurinn
hefur færzt í aukana.
I heimsstyrjöldinni 1914—1918 var áróðri beitt í ríkum mæli sem öfl-
ugu hernaðarvopni bæði af Þjóðverjum, Bretum og Bandaríkjamönnum.
Sá áróður var þó fábreyttur miðað við það, sem nú er, af því að tæknin
hafði ekki náð sömu fullkomnun og nú.
Aldous Ffuxley hefur sagt, að áróðursmaðurinn sé maður, er veitir
ffamrás lind, sem þegar er til. Ef hann grafí í jarðveg, þar sem ekkert vatn
er tdl, sé erfíði hans unnið fyrir gýg. Með þessu er hvergi nærri allt sagt.
Eg hygg, að oft eigi betur við að lýsa starfi hans þannig, að hann veiti
hndinni í farvegi, sem þegar eru tdl, eftdr því sem honum hentar og hann
hefur skarpskyggni til. Eg vil meira að segja hætta á að halda því ffam, að
hann geti seitt fram nýjar lindir með töfrastaf sínum. Skal ég nú skýra
þetta nánar. Ég gat þess áðan, að áróðurinn skírskotaði fyrst og ff emst til
hinna frumstæðu hvata mannsins, tdl þeirra hvata, sem eru sameiginleg-
ar dýrum og mönnum. Samkvæmt þeim skilningi eru hvatdrnar sá farveg-
ur, sem áróðursmaðurinn notar, og sá farvegur er tdl fyrir fram. Þegar
einhver frumhvöt eða eðlishvöt er vakin hjá einstaklingnum, brýzt ffam
hjá honum ákveðin geðshræring eftir því, hver hvötdn er. Geðshræringin
(,,emotdon“) er jaftian mjög skammvinn og skapar ekki varanlegt hugar-
ástand eða hugð (,,sentiment“), eins og það er nefnt á máli sálffæðinga.
En varanlegt hugarástand eða hugð skapast að lokum, ef einhver eðlis-
hvöt fær síendurtekin tækifæri til að brjótast út eftir ákveðnum farvegi,
og þess má ennffemur geta, að hugðirnar, sem tdl skilningsauka má nefna
varanlegar tilfinningar tdl betri aðgreiningar ffá hinum skammvinnu til-