Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 20
JOHANN SÆMUNDSSON
lega, og þetta er með beittustu vopnunum. Sálfræðingar segja, að hlátur-
inn sé hjálparráð, sem manninum einum sé gefið til þess ýmist að kom-
ast hjá að finna til skapraunar eða samúðar. Með því að vekja hlátur á
kostnað andstæðingsins, kemur áróðursmaðurinn í veg fyrir, að málstað-
tu andstæðingsins hljóti samúð áheyrenda, en í stað þess engist hann
undir hlátrasköllunum með særða sjálfstilfinningu. En þetta vopn er
nokkuð vandmeðfarið, því að svo getur farið, ef skotið er yfir markið, að
áróðursmaðurinn uppskeri reiði og gremju eða verði að athlægi, en and-
stæðingurinn hljótd samúð áheyrenda.
Sú eðlishvöt, sem er bezti bandamaður áróðursmannsins, er þó vafa-
laust hjarðhvötin. Aróðursmaðurinn stefnir að þ\d að sannfæra fjöldann,
og honum er mikill styrkur í þeirri breytingu, sem einstaklingurinn tek-
ur, þegar hann er kominn á fjöldafund.
Tilfinningar, hugsanir og athafhir mannhóps eru ffábrugðnar því, sem
er hjá hverjum einstaklingi í hópnum. Hópminn er því nokkurs konar
einstaklingur út af fyrir sig, samsettur að vísu, en með ákveðnum sér-
kennum.
Hjarðhvötin er sú eðlishvöt, sem rekur mennina til að stofna samfélag,
og bæði sjálfshafningarhvötin og sjálfslægingarhvötin, er skipta mönnum
í foringja og fylgismenn, væru meiningarleysa og ekki til, ef menn hfðu
sem einangraðir einstaklingar. Þar sem rnargir menn eru saman komnir,
gætir þess mjög, að hver tekrn efdr öðrum, bæði hvað snertir tilfinning-
ar, hugsanir og athafiiir. Tilfinningar hópsins mótast af samkennd, hugs-
anirnar af sefjun og athafnirnar af eftiröpun. Ef eitt barnið í óvitahóp fer
að orga, fara hin líka að orga, ef einn maður í miklum fjölda fer að góna
beint upp í loftið, fara hinir að gera það líka.
Allir áróðursmenn, lýðskrumarar, foringjar og mælskumenn allra tíma
hafa smðzt við þessa sérstöku eiginleika hópsálarinnar.
Það, sem nú hefur verið sagt um áróður, hygg ég að gildi um allan
áróður, hvar sem er, hvort sem er í lýðræðislöndum eða einræðislöndum.
Aróður í einræðisríkjum er þó svæsnari og grimmilegri, enda hægara um
vik, þar sem hann hefur bókstaflega öll menningartæki í þjónustu sinni,
svo sem blöð, bækur, tímarit, útvarp, leikhús, kvikmyndir, hljómlist, mál-
aralist, höggmyndalist og húsagerðarlist. Engin gagnrýni eða and-áróð-
ur kemst þar að. Aróðurinn er settur í fullkomið kerfi, og eftirlitskerfið
er jafh fullkomið, en kúgun og lífláti beitt eftir þörfum.
Aróðurinn í lýðræðisríkjunum er vægari, og gagnrýnin kemur þar að
18