Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 24
JOHANN SÆMUNDSSON
ræðu, orðgnótt né verðleika, aðburði, gott ræðusnið né mælsku-
þrótt til þess að æsa menn upp. Eg tala einungis blátt áfram. Eg
segi ykkur það eitt, sem þið vitið sjálfir; ég sýni ykkur sár hins ljúfa
Cæsars, vesalings, vesalings þögla munna og bið þá að tala f}TÍr
mig. En ef ég væri Brútus og Brútus væri Antoníus, þá væri hér sá
Antoníus, sem róti gæti komið á hugi ykkar og gætt hvert sár Cæs-
ars talandi tungu, sem hræra skyldi steina Rómaborgar til þess að
rísa upp til mótþróa.
Hvað er nú, vinir, þið farið og gerið eitthvað, sem þið vitið ekki
hvað er. Með hverju hefor Cæsar verðskuldað ást ykkar? O, þið
vitið það ekki. - Eg verð þá að segja ykkur það. Þið hafið glejunt
erfðaskránni, sem ég sagði ykkur frá.
Hér er þá erfðaskráin og undir henni innsigli Cæsars.
Hverjum rómverskum borgara gefur hann, hverjum einstökum
manni, 75 drökmur.
Auk þess hefur hann arfleitt ykkur að skógargötum sínum, lauf-
skálum og hinum nýju aldingörðum sínum héma megin Tíberár-
innar; hann hefur arfleitt ykkur að þessu og erfingja ykkar um ald-
ir alda: almennings skemmtistaðir, sem þið megið nú ganga um
ykkur til hressingar.
Hér var Cæsar. Hvenær mun koma annar sHkur?
Ég minntist áðan á áróðursaðferðir Hfitlers. Óþarft mun að skýra þær
með dæmum, en ekki er úr vegi að rifja upp siðareglur hans varðandi
áróður, eins og þær birtast í 6. kafla bókar hans, Mein Kampf
Efnislega em helstu reglurnar þessar:
1. Vertu aldrei hludægur (objektiv). Segðu aldrei neitt gott um andstæð-
ing, aldrei neitt illt um skoðanabræður þína. Málaðu svart og hvítt.
Hvað yrði sagt um sápuauglýsingu, sem léti þess getið, að aðrar sápu-
tegundir væm góðar? Maður mundi hrista höfuðið. A sama hátt er þessu
farið með alla pólitíska auglýsingarstarfsemi.
Hlutverk árðóðurs er ekki að meta, hvað sé rétt og hvað rangt, en ein-
ungis að leggja áherzlu á, að rétturinn sé allur þess flokks, sem inaður
fylgir að málum. I áróðri á ekki að leggja fram sannleikann á hlutiægan
hátt, svo fremi það geti orðið andstæðingnum að nokkm liði. Ekki á
heldur að bera sannleikann á borð fyrir fjöldann með fullri hreinskilni.
22