Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 30
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
heldur líkamans. Sálin er löngu hætt að laumast út um nótt í leit að unn-
usta sínum, eins og hún gerði í trúarljóðum spænska skáldsins San Juan de
la Cruz sem uppi var á 16. öld. Líkaminn var í hans augum ekki annað en
hjóm og hégómi, og á mælistiku eilífðarinnar harla lítils virði. En viðhorf-
in hafa breyst. Maður á að taka sig vel út í tíma og ótíma á sjálfu leiksviði
lífsins. Eftír því sem Nietzsche sagði er leikstjórinn1 dauður og aðrir hafa
tekið við stjóminni. Eins og minnst hefur verið á eru þeir býsna íjölmenn-
ir og róa að því öllum árum að fá mann til að hugsa kórrétt.
Það er meira að segja reynt í Eláskóla Islands.
Þegar einn kennara hans léttist um þörutíu kíló, sem er affek útaf fyr-
ir sig, þótti sérstök ástæða til að geta þess í einu útbreiddasta blaði á land-
inu. Hins vegar hefur þess síður orðið vart að blað þetta, eða önnur, láti
sig skipta þegar hinn sami kennari, eða aðrir kennarar við Háskóla Is-
lands, birta skrif um fræði sín. Ekki fer milli mála hvernig verðmætamat-
inu er háttað.
Þeir sem eru svo lánsamir að léttast geta með ánægju horft á spegil-
mynd sína að morgni hvers dags. Það verður þó að viðurkennast að leik-
urinn er ekki eingöngu gerður til þess arna. Menn hljóta nefhilega aðra
umbun. Hún er samt ekki fólgin í eilífu lífí og unaði hinum megin eins
og á blómaskeiði kirkjunnar, heldur langlífi hér á jörðu niðri. Hún er
með öðrum orðum fólgin í hestaheilsu. Veikist einhver stafar það af því
að hann hefur gerst sekur um að drýgja eina eða fleiri af hinum fornu
höfuðsyndum. Fimi hann til að mynda meira en fegurðar- eða heilsu-
staðlar leyfa, er það af því að hann hefur stigið í vænginn við maddömu
Græðgi. Því er um að gera að rembast við að vera í útlití eins og allir aðr-
ir. I því er hjálpræði að finna.
En ekki er öllum um hjálpræðið gefið, til eru þeir sem sniðganga það,
hreinlega fúlsa við því og fýrir bragðið taka þeir út sína refsingu. Logar
Vítis ógna þeim ekki lengur og ekki heldur bál af þessum heimi. Heldur
hvað? Ekkert minna en sjálfur dauðinn. Þeir munu deyja eingöngu vegna
óhlýðni sinnar. Svo virðist sem dauðinn sé orðinn hin æðsta refsing sem
manninum getur hlomast. Og hann varir að eilífu, nema fýrir þeim sem
trúa á upprisu holdsins.
Það er okkur sjálfum að kenna að við deyjum.
Manni sýnist að hinn vestræni heimur búi ekki við eins breytta heims-
mynd og honum er tamt að halda. Ibúar hans ímynda sér að þeir lifi í
1 Líking sótt í 17. aldar spænskt trúarleikrit - anto saa'aviental.
28