Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 31
ÁRÓÐUR í H3NUM BESTA HELV'II
hinum besta alka mögulegra heima, þar sem átt hafi sér stað á umliðn-
um árum breytingar og framfarir sem aldrei fyrr og aldrei ber á góma án
þess að hrifhingarandköf fylgi í kjölfarið. En í reynd lútum við ýmsum
„stofhunum“ sem ætlað er að hafa áhrif á hugsanagang okkar, skoðanir
og lífemi, oftast í því augnamiði að hafa einhvers konar taumhald á okk-
ur. Þó svo við búum almennt í betri húsakynnum en áður og fáum víð-
tækari menntun, virðist það ekki breyta miklu. Það er eins komið fyrir
okkur og forfeðrunum sem töldu að hentugra væri að láta hugsa fyrir sig.
Við látum skammta okkur frelsi og hugsum kórrétt.
n
Þegar völd kirkjunnar voru upp á sitt besta og fátt varð tdl að ógna henni,
taldi hún samt brýnt að sarmfæra hina trúuðu, svo ekki sé minnst á van-
trúaða, og var þess vegna í mun að prestar prédikuðu úr stólnum af sann-
færingarkrafti, en svæfðu ekki kirkjugesti. Auglýsingum eða póhtísku
þjarki nútímans er ekki ætlað að sannfæra einn eða neinn vitsmunalega,
heldur að fá menn nánast ómeðvitað til að meðtaka „boðskapinn". Þeir
sem að áróðrinum standa gera sér vonir um að endurtekningin á því sama
aftur og aftur nægi til að brjóta niður hvers kyns fyrirstöðu. Með þessu
er vitsmunum manna sýnd lítdlsvirðing sem jafhvel kirkjan skirrðist við
að láta í ljós og gerði ekki fyrr en í peninganauðimar rak, vegna bygging-
ar Péturskirkjunnar suður í Róm, og komst þó ekki fyililega upp með
það. Enn er haldið á loftd brögðunum sem beitt var við aflátssöluna, og
ekki aðeins Lúther sá í gegnum heldur og margir samtímamenn hans.
Efún gengur hins vegar greiðar fyrir sig núna, því að alltaf á sér stað ein-
hvers konar aflátssala.
Og er þá komið að hinum póhtíska áróðri sem getið var um í upphafi.
Það er þó huggun harmi gegn að fólk skuh hafa á sér vissan vara þegar
hann er annars vegar.
Hið furðulega er þó, að í kosningaáróðri nú á tímum gætdr ákveðinn-
ar þversagnar. Tæki til áróðurs hafa aldrei verið öflugri, en áróðurs-
tæknin sjálf hefur ótrúlega Ktdð breyst. Enn em ffambjóðendur að níða
skóinn af andstæðingnum og gera lítdð úr honum í því skyni að upphefja
á hans kostnað sjálfan sig, eigið ágætd og þar með flokksins. Síður er á
döfinni málefnaleg umræða, hvað þá andríki. Aróðursmeistumnum kem-
ur ekki tdl hugar að tuggan getd kallað fram óþol. Ekki virðist heldur að
29