Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 38
OLAFUR PALL JONSSON
en andstæðra hagsmuna sem minnst. Þau viðmið sem Dahl setur fram
sem skilyrði þess að ákvarðanaferh geti tahst lýðræðislegt miðast við að
tryggja að samkeppnin á þessum markaði sé frjáls í viðeigandi skilningi
þess orðs. Hvað telst viðeigandi skilningur ræðst af forsendunum tveim-
ur og stranga jafnaðarlögmálinu sem skilyrðin iimm byggja á.
II. Horfinn heimur
Dahl spyr hvort fjölhyggja víðfeðmra lýðræðissamfélaga nútímans geri
að engu alla von um að öðlast megi einhvers konar sameiginleg gæði
sambærileg þeim sem lágu hinni grísku hugmynd um lýðræðið til grund-
vallar.9 Undir lok bókarinnar svarar hann þessari spurningu.
Okkar sameiginlegu gæði - þau gæði og þeir hagsmunir sem við
deilum með öðrum - eru því naumast tilteknir hlutir, athafnir
eða sambönd; yfirleitt eru þetta venjur, fjTÍrkomulag, stofhanir
og ferli sem [...] stuðla að velferð okkar og annarra - vissulega
ekki „allra“ en nógu margra einstaklinga til að venjurnar, fruir-
komulagið o.s.frv. séu ásættanleg og jafnvel efrirsótt.10
Sú niðurstaða Dahls að það megi finna sameiginleg gæði sem séu fýrir-
komulag, stofnanir og ferli sem stuðla að velferð „nógu margra“, mætti
kannski kalla varnarsigur fýrir lýðræðið í fjölhyggjusamfélögum nútím-
ans. En þótt Dahl virðist geta sætt sig Uð að lýðræðið stuðli að velferð
„nógu margra“ þá eru „nógu margir“ ekki nógu margir þegar kemur að
réttlætinu.
Lýðræði á ekki einungis að stuðla að hagkvæmni í samfélaginu, það á
einnig og kannski miklu fremur að stuðla að réttlæti. Þess vegna segir
bandaríski heimspekingurinn John Rawls t.d. að réttlæti frekar en hag-
kvæmni sé megindygð stofnana samfélagsins." Þá má spyrja: Stuðlar
lýðræði í skilningi Dahls að því að valdastofhanir samfélagsins hafi þessa
dygð? Eg hygg að svarið sé neikvætt. Lýðræði sem prútt um hagsmuni á
frjálsum markaði smðlar ekki að réttlæti. Ef flestir líta svo á að það séu
hagsmunir þeirra að smðla að réttlæti, þá kann vel að vera að afrakstur
9 Democracy and its Critics, bls. 224.
10 Democracy and its Critics, bls. 307.
11 John Rawls, A Theory of Justice, endurskoðuð útgáfa, Harvard University Press,
1999, bls. 3.
36