Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 40
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
III. Rökræðulýðræði
Á síðustu áratugum hafa komið fram nýjar hugmyndir urn lýðræði, hug-
myndir trm svokallað rökræðulýðræði (e. deliberative democracy). I rök-
ræðulýðræðinu er þeirri markaðshyggju um lýðræði, sem Dahl ásamt
fleirum hefur talað fyrir, vikið til hliðar. I stað þess að grundvallaráhersl-
an sé á samkeppni, hagsmuni og kosningar er áherslan lögð á samræðu
og samkomulag. Fyrirmyndir hinna nýju strauma eru sumpart sóttar í
hversdagslegar lýðræðislegar hópákvarðanir, sumpart í samræðusiðffæði
Jiirgens Habermas14 og sumpart í hugmyndir Johns Rawls um réttlæti og
pólitískt réttmæti (e. political legitimacý).15
Kjarninn í hugmyndinni um rökræðulýðræði er spurningin um hvað
geri bindandi ákvarðanir um hagsmuni fólks, sem það er þó ósammála
um, réttmætar. Það er ljóst að einber meirihluti atkvæða í frjálsri kosn-
ingu er ekki nóg. Þetta ætti að vera ljóst ef við hugum að því að meiri-
hluti getur viljað svipta tiltekinn einstakling mannréttindum af ónógum
ástæðum, t.d. taka hann af lífi vegna þess að hann fer í taugarnar á öðr-
um.
I samfélagi sem stjórnast af dæmigerðu prúttlýðræði væri slík ákvörð-
un eflaust óréttmæt, en ekki vegna þess að hún væri í andstöðu við
lýðræðið heldur vegna þess t.d. að hún færi í bága við stjórnarskrá og
væri þar með ólögleg. I slíku stjórnarfari birtast stofnanir eins og stjórn-
arskrá, réttindaskrár, yfirþjóðlegar samþykktir um réttindi og skyldur, og
aðrar stofnanir af svipuðum toga, sem ytri skorður sem takmarka svið
lýðræðislegrar ákvörðunar. I rökræðulýðræði eru slíkar stofnanir innri
stoðir lýðræðisins; þær eru lýðræðislegar í þeim skilningi að hlutverk
þeirra er m.a. að tryggja að bindandi ákvarðanir séu teknar í samræmi við
rétt lýðræðislegt ferli.
Grundvallarforsenda rökræðulýðræðisins er krafan um réttlæti og þá
sér í lagi sú krafa að bindandi ákvarðanir séu réttlætanlegar án þess að
fólki sé mismunað með tdlliti til eigin verðleika eða lífssýnar. Sú krafa að
14 Sjá t.d. grein Jons Elster, „The market and the forum“, (The Foundations of Social
Choice Theory, J. Elster & A. Aanund ritstj., Cambridge University Press, 1986).
Greinin er endurprentuð í Deliherative Democracy, J. Bohrnan and W. Rehg ritstj.,
MIT Press, 1997.
15 Sjá t.d. greinar Joshua Cohen, „Deliberation and democratic legitimacy“ (The Good
Polity, A. Hamlin & P. Pettit ritstj., Blackwell, 1989) og „Procedure and substance
in deliberative democracy“ (Democracy and Difference, S. Benhabib ritstj., Princeton
University Press, 1996), endurprentaðar í Ðeliberative Democracy.
38