Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 50
MARGRET JONSDOTTIR
jafriframt hvernig komið var fyrir landinu. Menn Francos skilgreindu
hugmyndafræði hins Nýja Ríkis sem beint og eðlilegt framhald af fram-
úrskarandi menntamönnum ‘98 kynslóðarinnar og fengu yfirráðarétt yf-
ir minni þjóðarinnar sem þeir mótuðu með fasískri söguskoðun.
Borgarastyrjöldin hafði að miklu leyti snúist um völd kirkjunnar yfir
almúganum og var því ekld bara spurning um lýðræði eða einræði. Marg-
ir lýðveldissinnar vildu losa þau heljartök sem kirkjan hafði á menntun
og mótun ungmenna. Mikil reiði ríkti í garð kirkjunnar og tahð er að allt
að sjö þúsund kirkjunnar menn (nunnur, munkar, prestar) hafi látið lífið
fyrir hendi vinstrisinna í stríðinu, auk þess sem mikil menningarverð-
mæti kirkjunnar voru eyðilögð. Því sáu margir muninn á mönnum
Francos og lýðveldissinnum í ljósi afstöðu til kirkjunnar fremur en ein-
ræðis eða lýðræðis. Eitt af því fyrsta sem Franco gerði eftir að stríðinu
lauk var að draga aðskilnað ríkis og kirkju til baka og þótt fangarnir í
fangabúðunum hins Nýja Ríkis fengju ekki mat máttu þeir hlusta á
messu.5 Messan ein og sér dugði þó ekki til að breyta ástandinu og aug-
ljóst að kristnun hinna sigruðu myndi ekki eiga sér stað á einni nóttu,
enda voru þeir fullorðið fólk. Kirkjan og þjónar hennar urðu mikilvægt
áróðurstæki Francos og fjölskyldur sem ekki voru trúaðar þorðu ekki
annað en mæta í messu svo það yrði ekki notað gegn þeim.
Lengi bjr aöfyrstn gerð
Þeir sem helst var hægt að hafa áhrif á í mótun þjóðarandans voru börn-
in. I því felst enginn nýr sannleikur. Til dæmis var það regla víða á Spáni
þegar kristnaðir márar (moriscos) voru gerðir útlægir árin 1609—1614 að
þeir máttu ekki hafa með sér börn yngri en fimrn ára. I fyrstu voru mörk-
5 Einn besti vitnisburður sem til er um fangabúðir hins Nýja Ríkis í kjölfar borgarastyrj-
aldarinnar er ífásögn blaðamannsins Eduardo de Guzmán. Hann var ásarnt tugum
þústmda Spánverja hnepptur í fangabúðir þar sem hann beið í Alicante efrir skipurn
sem Englendingar höfðu lofað að senda efrir lýðræðissinnum. Skipin kornu aldrei.
Þeir fengu ekki vatn, ekki mat, og sváfu svo þröngt að þeir gátu ekki legið nema á hlið
og með krepptar lappir. Frá 11. til 27. apríl 1939 fengu Guzmán og samfangar hans
fjórar máltíðir eða samtals 266 grömm af niðursoðnum sardínmn og 250 grömm af
brauði. Eitt sirm voru þeir íjóra daga án þess að fá vatn. Bók Eduardo de Guzmán kom
ekld út íýrr en árið 1975 og vann alþjóðleg blaðamannaverðlaun á Bókahán'ðinni í
Nice árið 1975; Eduardo de Guzmán, El aiio de la victoria. Madrid 2001, bls. 245 og
255. Einnig er nýútkomin bók Javier Rodrigo, Los campos de conceattraáón franquistas.
Madrid 2003.
48