Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 52
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Ríki Francos taldi öll þessi böm mikinn fjársjóð og vildi alls ekki missa
þau í hendur ótdnarins. Þeir töldu meira að segja að Rússar hefðu haft
hönd í bagga með að ákveða flutningana til að velja úr þau efnilegustu til
að vinna í eigin þágu.
Það sem einkum tafði fyrir flutningi á spænskum bömum aftur til
Spánar eftir stríðið var að foreldrar þeirra neituðu að skrifa undir beiðni
um að fá þau aftur. Eins vom þau tilfelli þegar foreldrarnir fundust ekki
og neimðu fósturforeldrarnir sem vom með börnin einnig að senda þau
til baka þar sem það fólk var nær undantekningarlaust á móti einræði
Francos og áleit að það að senda börnin aftur heim jafngilti því að senda
þau til helvítis. Neitun fósmrforeldranna dugði ekki til og sumum börn-
um var stolið frá fósturforeldrum af útsendurum Francos og þau flutt
nauðug aftur til Spánar til að hægt væri að ala þau upp í réttum anda.
Þannig segir Florencia Calvo frá, en hún var barn í Frakklandi: „Þeir
vom nokkuð lengi á eftir mér.“ Fósturfjölskylda hennar faldi hana og
gætti þess að hafa hana aldrei í sömu fötunum „þangað til að dag einn
kom maður og sótti mig, setti mig upp í lest og ég var send til Spánar“.
Þegar til Spánar var komið var erfitt að finna raunvemlega foreldra barn-
anna því þau höfðu mörg gleymt spænskunni og mundu ekki einu sinni
eftirnöfh foreldra sinna.9
Aróðursmaskína Francos var miskunnarlaus og full af kvalalosta. A
Spáni Francos gat enginn treyst neinum og almenningur lærði fljótt að
halda einkalífi sínu út af fyrir sig. Þó einstaklingar væm ekki innilokaðir
í fangelsum vom þeir umluktir álíka ógeðfelldum múmm og refsifangar,
nefnilega múmm ótta og vantrausts. Þannig var öll mótstaða brotin á bak
aftur. Lög sem giltu til 1941 heimiluðu nafnlausar kæmr en það tryggði
að engum væri treystandi, ekki einu sinni nánasta skyldfólki hvað þá ná-
grannanum á móti. Aðild að verkalýðsfélagi eða vinstrisinnuðum stjórn-
málaflokki gat verið dauðasök. Margar kæmr vom heldur ekki byggðar á
öðm en þjóðarsynd Spánverja, öfundinni, og lög Francos gerðu að verk-
um að auðvelt var að láta samkeppnisaðila hverfa. Þannigvom mörg per-
sónuleg ágreiningsmál sem vörðuðu viðskipti, erfðadeilur eða samkeppni
leyst með nafnlausum kærum. Svo mikið var um slíkar kærur að árið
1941 var ákveðið að sá sem kærði yrði að leggja fram sönnunargögn.10
9 Sama rit, bls. 95.
10 Alfonso Domingo, El canto del búho. La vida en el monte de los guerrilleros antifranqn-
istas. Madrid 2002, bls. 18-19.
5°