Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 55
FRANCISCO FRANCO OG MÓTUN SPÆNSKS ÞJÓÐARANDA
var sundraður í mörg lítil konungsríki og mörg þeirra meira að segja á
valdi mára. Með bókinni vann textafræði „óviljandi“ með hugmynda-
íræði hins Nýja Ríkis. Textafræði er í eðli sínu þjóðerniskennd því hún
rannsakar menningarrætur og á þeim eru hugmyndir um menningararf-
leifð byggðar. Það sem gerðist á Spáni er í fullu samræmi við kenningar
stjórnmálafræðingsins Maurizio Viroli sem fullyrðir að þegar ófremdar-
ástand ríld sé algengt að þjóðernishyggja nái yfirhöndinni meðal
menntamanna því orðræða þjóðernishyggjunnar sameinar. Slíkt hendir
því helsta gildi þjóðernissinna er „andleg og menningarleg samstaða
þjóðarinnar“.13 Næsta víst er að Menéndez Pidal gekk ekkert fasískt til
með rannsóknum sínum. Ætlun hans var að sameina sundraða þjóð sem
hafði gengið í gengum hvern'öldudalinn á fætur öðrum í allt of langan
tíma og þurfri á nýrri og einfaldri sjálfsmynd að halda. Orðræða texta-
fræðingsins varð þjóðræknisleg í góðri merkingu orðsins og falangistar
gripu hana á lofri.14 Öll túlkun á verki Menéndez Pidal um el Cid er
óneitanlega háð því hvaða merkingu lesendur lögðu í verkið en ekki til-
ætlan höfundar, samanber skilgreiningu Wolfgang Isers á því hvernig
lesendur taka þátt í að gefa þeim texta sem þeir lesa merkingu óháð ætl-
un höfundarins.15
Menéndez Pidal hreinsar el Cid af öllum syndum sínum og efrir stend-
ur fullkomin fyrirmynd hinnar fasísku hetju: strangtrúaður (el Cid lyftir
ekki sverði án þess að biðja fyrst til Guðs); fullkominn fjölskyldufaðir
(haxm sér til þess að eiginkonan og dæturnar þrjár séu öruggar í klaustri
á meðan á útlegðinni stendur); hlýðinn yfirboðara sínum þótt hann sé
beittur órétti (el Cid hreyfir ekki mótmælum við ósanngjarnri útlegð
sinni) og óviðjafhanlegur bardagamaður (hann slær aldrei vindhögg). Sá
Cid sem Menéndez Pidal kynnir fyrir Spánverjum í „vísindalegum“
sagnfræðirannsóknum sínum berst ótrauður við mára og vinnur af þeim
lönd allt ffá Burgos til Valencia. Þetta gerir hann þótt næsta víst sé að el
Cid hafi um tíma ekki verið annað en leiguhði márakonungsins í Zara-
goza.
13 Maurizio Viroli, Por amor a la patria. Madrid 1997, bls. 16 og 30.
14 Margrét Jónsdóttir, jDe nuestro mal, oh Cid, nos sacarás!El desarrollo del concepto cidia-
no desde 1779 hasta elfranquismo. Doktorsritgerð við Princeton University 2001, bls.
104-157.
15 A Reader’s Guide to Contemporary Literary Theory. Ritstjórar Raman Selden y Peter
Widdowson. New York og London 1993, bls. 46-69; Wolfgang Iser, The Act of
Reading. A Theory of Aesthetic Response. The Johns Hopkins University Press 1978.
53