Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 58
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Hann lýsir fjálglega Cid-hátíðinni í Burgos árið 1955 þar sem Franco var
viðstaddur hátíðarmessu í dómkirkjunni, en þar hvíla bein el Cid. Þau
voru síðast flutt árið 1921 en þau hafa verið flutt alls 14 sinnum frá
1102.19 Við einn flutninginn var tækifærið notað til að mæla lengd beina-
grindarinnar og komust læknar að þeirri niðurstöðu að el Cid hefði verið
allmtmdarlegur miðað við samtíðarmenn eða um 170 centimetrar á
hæð.20 Hámark dýrkunar á beinunum var á 90 ára afmæli sjálfs ímyndar-
smiðsins Menéndez Pidal sem fékk í afmælisgjöf bein úr höfuðkúpu el
Cid. Einnig var haldin ljóðasamkeppni um el Cid og ekki má gleyma
öllum þeim styTtum sem hafa verið steyptar af hetjtmni og er að finna
meðal annars í Burgos, Sevilla og Buenos Aires. Margar stytturnar eru
sérlega hlægilegar út frá femimsku sjónarmiði og endurspegla löngun
karlveldisins að skilja eftir sig nákvæma eftirmynd og má segja að með
því að dýrka ímynd el Cid var um leið verið að hampa Franco sjálfum.
Mögnuðustu minnismerkin má þó segja að hafi verið gretyDt í pappír
skólabóka frá tímum Francos.
Skólabækur
I flesmm bókabúðum á Spáni má finna á áberandi stað nýja útgáfu á hin-
um svokölluðu Enciclopedias Alvarez en það eru kennslubækurnar sem
voru notaðar í barnaskólum hins nýja ríkis Francos. Þær voru nefhdar al-
ffæðibækur því þær spanna margar námsgreinar eins og móðurmál,
stærðfræði, skrift, kristinfræði og sögu. Endurútgáfa bókanna spilar inn
á löngun fullorðinna til að endurheimta eigin æsku og hefur svipuð áhrif
og endurútgáfa á kennslubókinni Gagn og Gaman. Lesendur vita að upp-
eldislegt gildi bókanna er umdeilanlegt, enda ekki gefhar út til notkunar
í kennslustofum, en þetta er nú einu sinni það kennsluefni sem kom þeim
til manns. Bækurnar verða enn áhugaverðari vegna þess að þær eru
barmafullar af áróðri og lífsskoðun hins nýja ríkis.
Til sannindamerkis um áhuga á áróðrinum sem tíðgekkst á Spáni er
æviminningabók Andrés Sopena Monsalve sem þallar almennt um hug-
myndafræði fasistanna og menntun á Spáni þegar harm var að alast upp.
Um el Cid og Franco segir hann: „Franco var í hlutverki el Cid ... og
það sást greinilega að þeir tveir réðu ferðinni, vísuðu veginn, þaulreynd-
19 José María Gárate Córdoba, Las huellas del Cid. Burgos 1972, bls. 177-85.
20 Gárate Córdoba, Las huellas del Cid, bls. 162.
5<5