Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 59
FRANCISCO FRANCO OG MÓTUN SPÆNSKS ÞJÓÐARANDA
ir hershöfðingjar. Alveg eins, alveg eins“.21 Kennslubækur reka ekki ein-
ungis áróður heldur leggja þær grunn að hugmyndakerfi og siðferði ein-
staklingsins og eru því upplagðar til að útbreiða hugmyndafræði ríkisins.
Athugun á kennslubókum sem skrifaðar voru af mönnum Francos
leiðir í ljós nokkur grunngildi: tryggð, föðurlandsást, hlýðni og hugrekki.
Þetta eru gildi sem greina má í skólabókum flestra Evrópulanda á þeim
tíma rétt eins og nútímaskólabækur hamra á umburðarlyndi, fjölmenn-
ingu, heiðarleika og samskiptahæfni. Höfundar skólabókanna gera sér far
um að nálgast hugarheim bamanna og setja sig í spor þeirra. Reyndar
virðast þær flestar miða við hugarheim drengja en ekki stúlkna. Hughrif
kennslubókaima endurspeglast í titlum eins og Dýrð heimsveldisms, Eg er
spænskur, Tákn Spánar, Spegill og dýrð Spánar og Svona er Spánn. Allir
titlamir segja til um þjóðernissinnað innihald skólabókanna þar sem
ákveðinni söguskoðun er haldið að lesendum og síðasti titillinn Svona er
Spánn segir ýmislegt um þá forræðishyggju sem fólgin er í bókunum.
Spánn er svona en ekki öðravísi og við því er tál eitt rétt svar. Hér mun
athyglin einskorðast við birtingarmynd el Cid í kennslubókunum.
Algengt er að unnið sé með tilfinningar sem börn kljást mikið við
þegar talað er um el Cid. Þannig leggja flestir höfundarnir áherslu á að
el Cid hafi verið ósigrandi - nokkuð sem alla drengi dreymir um að vera.
E1 Cid er fyrirmynd og verður þess að líkt sé efdr honum. Þetta sam-
ræmist hugmyndum heimspekingsins Nietzsches um minnisvarðasagn-
ffæði sem leggur upp úr því að hafi álíka hetja og Cid eitt sinn verið til,
þá sé harla líklegt að hún verði til aftur. Þar að auki leggur Nietzsche
áherslu á lækningarmátt þess háttar sagnfræði. Með því að færa fortíðina
að nútímanum er hægt að græða sár og endurheimta það sem er glatað.22
Samkvæmt þessu endurheimti Spánn hetjuna Cid í Francisco Franco.
Franco var hinn endurbomi Cid og flestar skólabækur kölluðu el Cid
„caudillo“, sem þýðir hershöfðingi og var ávallt notað um Franco.
Samanburður á Franco og el Cid var uppörvandi. E1 Cid var endurbor-
inn í Franco og það gat endurtekið sig.
An efa er þrettándi kafli í kennslubókinni Temple Juvenil eftdr Carlos
Rey Aparicio frá 1960 eitt besta dæmið um það jafnaðarmerki sem var
sett á milli Francos og el Cid. Heiti kaflans er „E1 Cid er snúinn aftur“
og gefur til kynna að el Cid hafi endurfæðst í Francisco Franco. Fyrst er
21 Andrés Sopena Monsalve, El Florido pensil. Madrid 1997, bls. 202.
22 Friedrich Nietzsche, The Use and Abuse ofHistory. New York 1957.
57