Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 60
MARGRÉT JÓNSDÓTTER
fjallað um hetjudáðir el Cid og sagt að hann hafi verið svo hugrakkur „að
okkar bestu bókmenntaverk munu aldrei þreytast á því að segja frá afrek-
um og dygðum Rodrigo Díaz de Vivar“.23 Loks er vikið að Franco sjálf-
um og auðvelda sögulegar tilviljanir allan samanburð. Afrek el Cid í bar-
áttunni við mára eru notuð til þess að koma inn þeirri söguskoðun hjá
nemendum að uppreisn hersins árið 1936 hafi verið nauðs^mleg. Márar
og lýðveldissinnar eru jafngildir óvinir og gengið er út ffá því sem vísu
að nauðsynlegt hafi verið að gera mára brottræka ffá Spáni. Segir kaflinn
að Spánn hafi orðið að leggja í „la Reconquista“ eða endurheimt Spánar
árið 1936, því heimurinn var nærri því fallinn í hendur kommúnismans
rétt eins og Spánn var nærri því fallinn í hendur mára á miðöldum. Til
allrar hamingju, samkvæmt kennslubókinni, hafði Spánn á að skipa
Francisco Franco „leiðtoga og foringja, hinum reynda liðsforingi og
fyrirliða, nýjum Cid Campeador“ (52). Því næst er ævisaga Francos rakin
og taldir fram helstu mannkostir hans og hæfni í bardaga, engu síðri en
hjá el Cid. Loks er framgangi hans innan hersins lýst til samræmis við
framgang Cid þegar hann barðist við mára. Aróðurinn og lýðskrumið í
textanum sést vel í eftirfarandi tilvimun:
Dag nokkurn var Franco í víglínunni á meðal annarra her-
manna. Það var svo kalt vegna roksins að hann fór inn í kofa
nokkurn til að hlýja sér. Hermaðurinn sem gætti eldsins þekkti
hann ekki þar sem hann var einungis með eina stjörnu og
sagði því við hann: „Ef þú ætlar að hlýja þér, farðu þá út og
tíndu eldivið“ nokkuð sem Francisco Franco hlýddi umsvifa-
laust (55).
Líklegast átti þessi saga að hrífa lesandann og sýna fram á hversu mikill
fyrirmyndarmaður Franco var. Kaflanum lýkur á þessum orðum:
„jArriba Espana! Spánn hefur verið endurheimmr. E1 Cid er kominn
aftur“ (55).24 Endurkoman sveipar Franco dýrðarljóma hetjunnar og
markar upphaf glæstra tíma, nýs stórveldis. Brottrekstur mára árið 1492
markaði upphaf eins mesta stórveldis sögunnar og hvers vegna skyldi
„frelsun" Spánar frá kommúnisma ekki boða annað eins?
Algengust er notkunin á el Cid í námsgreininni „Mótun þjóðarand-
23 Carlos Rey Aparicio, Temple Juvenil. Madrid 1960, bls. 51. Blaðsíðutal framvegis í
meginmáli.
24 jArriba Espana! var slagorð fasistanna og þýðir „Lengi lifi Spánn!“
58