Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 62

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 62
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR de Haro skrifaði Guimaldas de la Historia. Historia de la cultura espanola contada a las ninas (1947) sérstaklega fyrir stúlkur og útskýrir í formála hvers vegna hann gerir það. Hann telur fáránlegt að stúlkur lesi bækur sem „greina þurrlega frá hetjudáðum el Cid ... án þess að textinn sé upplýstur af brosi einnar einustu konu.“ Höfundur á við eiginkonu hetjunnar, Jimenu Díaz, sem og dætur hans Elviru og Sol. Lögð er höfuð- áhersla á að þær verða ríkar og dæturnar giftast á endanum konungs- sonum eftir hremmingar sem þær ganga í gegnum með fýrri vonbiðlum sínum. Lífsgæði þeirra velta á eiginmönnum þeirra og þær eru skil- greindar út frá þeim.26 Bók Serrano de Haro er myndskreytt en myndir í kennslubókum margfalda áhrif textans og ýta undir hnyndtmarafl nem- enda. I umfjöllun um el Cid eru þrjár myndir. A þeirri fýrstu virða Jimena og dætur fýrir sér allt það land sem eiginmaðurinn vann af aröbum og þar með er ríkidæmi kvennanna undirstrikað. Því næst er mynd af brúðkaupi dætranna þar sem örugg höfn hjónabandsins er lofsömuð. Loks vekur sér- staka eftirtekt mynd af senunni í Corpes, en þar misþyrmdu tilvonandi eiginmenn systranna þeim og fengu útrás fýrir öfund sína í garð föður þeirra. Elvira og Sol eru sýndar á teikningunni þar sem þær eru bundnar upp við tré - afar kynþokkafullar, fáklæddar og ekki sérlega þjáðar - þrátt fýrir að verið sé að berja þær sundur og saman af vonbiðlum þeirra. Skila- boðin til tmgra stúlkna með þessari myndskreytingu eru afar tvíræð og erfitt að átta sig á táknfræði myndarinnar. Þokki þeirra á eflaust að minna tmgar stúlkur á að gæta vel að sér og minnast þess að dætur el Cid völdu frekar að deyja en að glata heiðrinum. Lokaorð Áróður í ríki Lrancos var markviss og miskunnarlaus. Lranco vildi brjóta spænsku þjóðina á bak aftur til að geta mótað hana að eigin vild og tókst það að einhverju leyti. Honum tókst í það minnsta að þagga niður í henni og það rækilega. Til að styrkja sess sinn sem einræðisherra sótti hann 26 Höfundur tileinkar eiginkonu sinni bókina með eftirfarandi orðum. „Tileinkað eig- inkonu minni en á henni hafa orð munksins Luis de León sannast: ‘Þegar konan sinnir skyldu sinni, elskar eiginmaðurinn hana, fjölskyldan er samheldin, börnin læra dygðir og friður ríkir.’“ A spænsku: „A mi mujer en la que se han cumplido al pie de la letra aquellas hermosas palabras de fray Luis de León: ‘Cuando la mujer asiste a su oficio, el marido la ama, y la familia anda en concierto, y aprenden virt- ud los hijos, y la paz reina.’ 6o
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.