Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 62
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
de Haro skrifaði Guimaldas de la Historia. Historia de la cultura espanola
contada a las ninas (1947) sérstaklega fyrir stúlkur og útskýrir í formála
hvers vegna hann gerir það. Hann telur fáránlegt að stúlkur lesi bækur
sem „greina þurrlega frá hetjudáðum el Cid ... án þess að textinn sé
upplýstur af brosi einnar einustu konu.“ Höfundur á við eiginkonu
hetjunnar, Jimenu Díaz, sem og dætur hans Elviru og Sol. Lögð er höfuð-
áhersla á að þær verða ríkar og dæturnar giftast á endanum konungs-
sonum eftir hremmingar sem þær ganga í gegnum með fýrri vonbiðlum
sínum. Lífsgæði þeirra velta á eiginmönnum þeirra og þær eru skil-
greindar út frá þeim.26 Bók Serrano de Haro er myndskreytt en myndir í
kennslubókum margfalda áhrif textans og ýta undir hnyndtmarafl nem-
enda. I umfjöllun um el Cid eru þrjár myndir. A þeirri fýrstu virða Jimena
og dætur fýrir sér allt það land sem eiginmaðurinn vann af aröbum og þar
með er ríkidæmi kvennanna undirstrikað. Því næst er mynd af brúðkaupi
dætranna þar sem örugg höfn hjónabandsins er lofsömuð. Loks vekur sér-
staka eftirtekt mynd af senunni í Corpes, en þar misþyrmdu tilvonandi
eiginmenn systranna þeim og fengu útrás fýrir öfund sína í garð föður
þeirra. Elvira og Sol eru sýndar á teikningunni þar sem þær eru bundnar
upp við tré - afar kynþokkafullar, fáklæddar og ekki sérlega þjáðar - þrátt
fýrir að verið sé að berja þær sundur og saman af vonbiðlum þeirra. Skila-
boðin til tmgra stúlkna með þessari myndskreytingu eru afar tvíræð og
erfitt að átta sig á táknfræði myndarinnar. Þokki þeirra á eflaust að minna
tmgar stúlkur á að gæta vel að sér og minnast þess að dætur el Cid völdu
frekar að deyja en að glata heiðrinum.
Lokaorð
Áróður í ríki Lrancos var markviss og miskunnarlaus. Lranco vildi brjóta
spænsku þjóðina á bak aftur til að geta mótað hana að eigin vild og tókst
það að einhverju leyti. Honum tókst í það minnsta að þagga niður í henni
og það rækilega. Til að styrkja sess sinn sem einræðisherra sótti hann
26 Höfundur tileinkar eiginkonu sinni bókina með eftirfarandi orðum. „Tileinkað eig-
inkonu minni en á henni hafa orð munksins Luis de León sannast: ‘Þegar konan
sinnir skyldu sinni, elskar eiginmaðurinn hana, fjölskyldan er samheldin, börnin
læra dygðir og friður ríkir.’“ A spænsku: „A mi mujer en la que se han cumplido al
pie de la letra aquellas hermosas palabras de fray Luis de León: ‘Cuando la mujer
asiste a su oficio, el marido la ama, y la familia anda en concierto, y aprenden virt-
ud los hijos, y la paz reina.’
6o