Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 67
AF HEIMSVELDUM AUÐMAGNS OG ALMÚGA ...
hagnað f\TÍrtækisms síns, þá beita andstæðingamir henni einnig til að
koma höggi á kapítalismann. Það er kannski ekki úr vegi að líta á þrjú
þessara högga.
Heimsveldi
Hinu nýja heimsveldi hefúr verið lýst, fjálglega og af miklum marxista-
móði, í nýlegri bók sem ber einfaldlega heitið Empire eða heimsveldi, og
hefur hún farið sem eldur í sinu í háskólum Bandaríkjanna, en þar virðast
enn margir vera veikir fýrir marxisma, kannski enn ffekar nú en þegar ógn-
arjafhvægi vopnanna stýrði hugsun og hugum. Bókin hefur selst í gríðar-
legum fjölda eintaka og orðið vettvangur mildllar umræðu um hnattvæð-
ingu dagsins og hugtök gærdagsins, kapítalisma og kommúnisma.
Empire er eftir Michael Hardt, dósent í bókmenntafræði við Duke Un-
iversity í Bandaríkjunum og Antonio Negri, fyrrum prófessor við háskól-
ann í Padua og nú fanga á Italíu. Sumir segja Negri vera í Rebibbia-fang-
elsi, en aðrir segja hann vera í stofufangelsi fýrir að hafa verið innblástur
hryðjuverkamanna Rauðu herdeildanna eða hryðjverkamann sjálfan og í
ofanálag þann sem hringdi í eiginkonu Aldos Moros persónulega til segja
henni að eiginmaður hennar myndi nú deyja. Þessar mismunandi sögur
eru sagðar efdr því hvar menn eru staddir í hinu pólitíska litrófi og er
greinlegt að bók þeirra félaga hefur ýtt við mörgum.1
En fyrir hvað stendur þessi bók eiginlega? Nýmarxíska hugsun mætti
ætla, sem sumir kalla póst-marxíska og ekki draga höfundar neina fjöður
yfir það að þeir séu kommúnistar. En hvers konar kommúnistar? Það má
kartnski sjá af viðbrögðunum; ritdómarar hægra megin kvarta aðallega yf-
ir lengd bókarinnar (eins og þeir hafi kannski aldrei séð Anðlegð þjóðanná),
tyrfhu máh og flóknu og hreinlega þeim ósmekklegheitum að vera á móti
lýðræði og frjálsum viðskiptum manna og þjóða í millum, ekki síst effir 11.
september, 2 001.2 Oft er bætt við, án rökstuðnings, að bókin sé illa rök-
smdd. Vinstra megin virðast vinsældir bókarinnar þrátt fyrir lengdina fara
í taugamar á mönnum og kannski ekki síður hin póstmódemísku tök sem
1 Vilji menn sjá hvað í boði er á vefnum er heppilegt að fara á slóðina: http://www.
rosalux.de/Einzel/empire/ffemdspr.htm
2 Þetta gefa menn sér yfirleitt, af því að þeim er tamt að h'ta á lýðræði sem nokkurs
konar grein verslunarfrelsis. Sjá t.d. greinina The Ineducable Left eftir Brian C.
Anderson í First Things og ritdóm eftir John Kay á vefsíðu hans: http://www.
johnkay.com/pohti cal/2 3 2
Ó5