Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 73
AF HEIMSVELDUM AUÐMAGNS OG ALMÚGA ...
og hann hefur verið praktíseraður ffá 1979, ekki síst þar sem hann hefur
leitt til gríðarlegrar samþjöppunar auðmagns í æ stærri fyrirtæki sem hafa
sum orðið miklu meiri veltu og þar með meira vald en flest þjóðríki
heimsins (Hertz 2000: 6-8).
Hún hefur samt gagnrýni sína m.a. með því að taka Alþjóðabankann
fyrir og einkum hinar umdeildu „sjokk-aðferðir“ nýfrjálshyggjunnar sem
bankinn fyrirskipar í ríkjum með litla efhhagslega undirstöðu, jafnt í at-
vinnuHfi sem og félagslega. Hún tekur mörg dæmi, m.a frá Suður-Afríku
þar sem niðurfelling tolla í nafni verslunarfrelsis hefur þurrkað út heilu
atvinnuvegina og fátækt hefur aukist á sama tíma og auðugasti hópurinn
innan rílásins hefur auðgast meira, þróun sem hefur reyndar átt sér stað
alls staðar á Vesturlöndum (Hertz 2000: 40—44). Það er vitanlega galli á
kenningunni um að aukið frelsi í viðskipmm auki hag allra, einnig hinna
fátækustu, þegar tölur sýna aukinn mismun og aukna vesöld eftir því sem
möskvamir í velferðametinu stækka og rifna.
En hvers vegna gerist þetta líka í stöndugum lýðræðisríkjum þar sem
kjósendur em jú fleiri en milljarðamæringar og spekúlantar? Hertz telur
eina skýringu vera þá að fjölþjóðafyrirtæki samtímans séu í raun að taka
yfir, hægt og hljótt, eignir og vald sem áður var í höndum þjóða og ríkja.
Þau geta í kraftd stærðar sinnar, hinnar almennu hugmyndafræði Vestur-
landa og með stofhanir eins og Alþjóðaviðskiptastofntmina og Alþjóða-
bankann á bak við sig, í raun ákveðið allar leikreglur í viðskiptum og
meira að segja stundum utanríkisstefnu minni ríkja (Hertz 2001: 69-70).
Þrátt fyrir þessi áhrif á stjórnvöld þjóðríkjanna hafa þau hins vegar líka
góða möguleika á því að sleppa við að greiða til samneyslunnar af hagn-
aði sínum, stundum kemur meira að segja frTÍr að þau fái meira í styrki
en þau greiða til ríkjanna þar sem þau starfa (Hertz 2001: 52-61).
Greining Hertz á Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) sýnir vel
hvemig þetta gerist. Þótt þetta sé stofhun sem byggð er á þjóðréttarleg-
um grunni og starfi í orði kveðnu fyrir aðildarþjóðirnar, hefur hún ein-
ungis hagsmuni verslunarfrelsis að leiðarljósi og tekur á samkeppnis-
hömlum aðildaríkjanna, ekki til dæmis einokunarstöðu tiltekinna
fyrirtækja (Hertz 2001: 80-88).6 Sama má segja ef ríkin reyna að setja
reglur til að hafa áhrif t.d. á mannréttindi; allir vita jú hvernig aðskilnað-
arstefna Suður-Afríku var brotin á bak aftur, en reyni einstök ríki núna
6 í þessu samhengi má líka minna á gagnrýni hagfræðingsins Joseph Stiglitz á Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn í bók sinni Globalization and its Discontents.
71