Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 77
AF HEIMSVELDUM AUÐMAGNS OG ALMÚGA ...
fyrir þá sem vinna með fé skattborgaranna, því hann sýnir ffarn á það
með sannfærandi hætti að bruðlið, sem getur viðgengist þegar stórfyrir-
tæki mjólka ríkið, tekur út yfir allan þjófabálk.
Þ\u er oft haldið fram að að einkarekstur tryggi mesta hagkvæmni í
rekstri og má það vitanlega til sanns vegar færa þegar um venjulegan at-
vinnurekstur er að ræða. Hins vegar er ýmislegt í þjóðríkjum nútímans
rekið af heildinni af ýmsum ástæðum og oft er mikill vilji borgaranna fyr-
ir því að svo verði áfram. Rökin um einkareksturinn hafa hins vegar oft
orðið til þess, einkum á sviðum þar sem harm myndi ekki standa undir sér
hvort sem er, að einkaaðilar eru fengnir til að sjá um tiltekmn hluta rekstr-
arins á kostnað ríkisins. A þessum punkti er oft hætta á að rfldð greiði
miklu meira fé en nokkur þörf er á af þeirri einföldu ástæðu að það er oft
minna á því að græða að fara hagkvæmustu leiðina að marldnu þegar rfld
eða sveitarfélag borgar brúsann. Um þetta eru auðvitað mörg dæmi, en
Monbiot flettir ofan af þessu af slflai nákvæmni að maður veltir stundum
fyrir sér hvort póhtíkusamir séu svona heimskir eða þá þeim mun spilltari.
Dæmin sem hann tekur eru mörg og það eru athyglisverðar hliðstæð-
ur við íslenskar aðstæður í þeim köflum bókarinnar sem fjalla um sam-
göngur og heilbrigðiskerfið. Dæmið um eyjaskeggjana á eynni Skye í
Suðureyjum er með ólfkindum, en þar sýnir Monbiot hvernig snjöllum
kaupahéðnum tekst ekki aðeins að raka til sín skattfé borgaranna á nið-
urgreiddri brú sem smíðuð var milli eynnar og lands, heldur verða íbúar
hennar að greiða í áratugi okurtolla sem renna nánast óskiptir í sjóði
þeirra sem byggðu brúna fyrir rfldsstyrk. I ofanálag tókst þeim að setja
öllum ferjurekstri stólinn fyrir dyrnar, þannig að íbúarnir hafa aðeins
þennan eina kost til að komast á milli eyjar og lands. Iskyggilegast í
greiningunni er hversu sterk áhrif fjármálaöflin hafa á embættismenn og
stjómmálamenn beggja flokka sem að málinu koma.8
Mesta hughreystingin við þennan reiðilestur um vanhæfni embættis-
og stjómmálamanna, sem gæta eiga hagsmuna rfldsins og íbúanna á
staðnum, er vafalaust sú að maður trúir því ekki að óreyndu að slíkt gæti
gerst hér. Samanburðardæmið um göngin undir Hvalfirði liggur beint
við og sé að marka upplýsingar sem veittar era af aðstandendum gang-
anna á vefsíðtmni http://www.im.is/gong/almuppl.htm þá er ljóst að ekki
var neitt graggugt við gerð Hvalfjarðarganga og þau í raun dæmi um
8 Það er helst þriðji flokkurinn, Frjálslyndir demókratar, sem leyfir sér að gagnrýna,
enda aldrei við völd.
75