Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 82
JON OLAFSSON
verið á ferðinni á ýmsum stöðum og í ýmsum miðlum hér á landi í vor,
er nákvæmlega sú tegund af áróðri fyrir málstað sem vekur þann sem fyr-
ir áreitinu verður til þögullar umhugsunar um það efni sem myndimar
fjalla um. Litfagrar og stundum dramatískar ljósmyndir hans setja mál-
stað andstæðinga vi rkjanaframkvæmda ffam með skýrari og beinskeytt-
ari hætti en nokkurt málskrúð. I myndunum verður hluturinn áróður
fyrir sjálfum sér og um leið rök fyrir annarskonar h'fi en því sem stefhan
hefur verið tekin á með virkjunum og stórframkvæmdum þeim tengdum
á þessum slóðum. Það er enginn leið að heimfæra mjtndmálið sem hér er
beitt upp á tilfinningasemi, rakaleysi eða lágkúru. Aleð hinni myndrænu
framsetningu næst einmitt það takmark að setja rök fram með sjónræn-
um hætti.
Sovésk áróðursplaköt frá sjöunda áratugnum tala öðmvísi til okkar og
beita harðsnúnu og grófu myndmáli síns tírna. Andstæðingurinn er birt-
ur sem ruddi eða bófi, vestrænir fjölmiðlar eru óðir hundar, málfhitning-
ur óvinarins eins og leðja sem dælt er yfir fólk, vestrænar ríkisstjórnir
flokkar vitfirringa eða glæpamanna sem svífast einskis til að ná inarkmið-
um sem þjóna hagsmunum auðsins eins. Sovésku plakötin eru byggð á
áratuga hefð í nokkrum greinum listrænnar hönnunar sem á meðal ann-
ars rætur að rekja til sovéskra frumkvöðla í listum á þriðja áratugnum.
Skop háðsádeilunnar blandast klassískum efnivið stríðsæsinganna.
Myndirnar birta stereotýpur sem svo eru heimfærðar upp á tiltekna leið-
toga heimsmálanna. Það sem myndirnar birta er kalt stríð í öllu veldi:
Vestur\ældin, ríki kapítalismans, fjölmiðlar og önnur handbendi valdhafa
koma fram sem óvinurinn í orðsins fyllstu merkingu.
Báðir flokkarnir tala sínu máli. Hvorugur þarfnast útskýringa. Báða er
hægt að flokka sem áróður að svo miklu leyti sem áróður er tilraun til að
hafa vitsmtmaleg áhrif á sjáandann ekki bara með því að færa honum til-
teknar upplýsingar heldur með því að sýna og setja í samhengi. Sovét-
myndimar segja honum við hvað er að eiga: Oð villidýr sem vilji eyði-
leggja jörðina og leggja líf fólks í rúst. Myndir Ragnars Axelssonar em
hugleiðing um veröld sem var - náttúru sem búið er að dæma til dauða
fyrir hagsmuni sem enginn er alveg viss um að séu hinir raunvemlegu
hagsmunir þegar til lengri tíma er litið. Dauðadómur náttúrimnar er
merkingarsamhengi sem erfitt er að koma heim og saman \dð röktengsl
hlutanna, og mynd hennar minnir á fanga sem sem bíður aftöku.
Akvörðtmin hefur verið tekin, rökin liggja fyrir, en fómin blasir engu að
80