Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 100
ÞORSTEHMN ÞORSTEINSSON
að fyrir miðjan morgun’ til að hugleiða eitthvað í því. Smám saman hef-
ur mér þótt það Ijúkast nokkuð upp, og ætlunin er að lýsa hér lestrarleið
sem mér finnst auka sldlning á því þó hún skýri ekki allt og sé áreiðan-
lega ekki endanleg, enda víst fánýtt að keppa að endanlegum skilningi á
bókmenntaverkum. Það er reyndar með hálfum hug sem ég set á blað
þessa túlkunartilraun, því mér er ljóst að ánægjan af lestri ljóðs er ekki
hvað síst fólgin í því að velta því fyrir sér og uppgötva sjálfur hvað í því
býr. Eða eins og T.S. Eliot komst einu sinni að orði í hálfkæringi: Gildi
túlkunar er að talsverðu leyti undir því komin að hún sé manns eigið
verk.2 En hvað sem segja má um údeggingu mína í heild gætu sumar
skýringar sem hér fara á eftír og upplýsingar um tilurð kvæðisins þó ef til
vill komið einhverjum áhugasömmn lesanda að notum.
II
Það er eitt af undrum góðrar ljóðlistar að hún getur haft á lesandann
djúp áhrif þó hann skilji ekki efni kvæðanna nema að litlu leyti eða átti
sig á vísunum þeirra. Eitthvað annað en efnið verður þá að ná tökum á
lesanda á undan, til að mynda tónn kvæðisins, hrymjandi þess, inyndir eða
nýstárlegt málfar. í hverju eru þá fólgnir þeir töfrar, óháðir inntaki kvæð-
isins að því er virðist, sem „Myndsálir“ búa yfir? Því er ekki auðsvarað,
þeir eru býsna margslungnir og lesendur meta þá vitaskuld hver fyrir sig
og eflaust með ýmsu móti. Hér verður ekki nema fátt eitt nefnt. „Mynd-
sálir“ eru frásagnarkvæði, segja sögu, en færa sér jafnframt í nyt ýmsa
möguleika hins ljóðræna smáljóðs. Og meðal þess sem hrífur okkur hvað
mest í upphafi ljóðsins er sú dul sem umlykur ffásögnina. Við lesum eft-
irfarandi Ijóðlínur:
Raddir úti í grámanum
og raddir úr launkofum.
Torkennileg rödd alla leið úr iðrum jarðar.
Hvísl og þrusk og taut.
Og svamlað í kringum ofblíð orð ...
- og leggjum strax við hlustir. Endurtekningar óg hliðstæður eru hér í
2 „I suspect, in fact, that a good deal of the value of an interpretation is - that it should
be my own interpretation.“ T.S. Eliot: Ov Poetry and Poets, Faber and Faber 1957,
bls. 114.
98