Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 101
EFEMERÍÐES EÐA MYNDSÁLIR
öndvegi og magna sefjandi áhrif lýsingarinnar. Hrynjandin er áleitin og
stuðlarnir leggja sitt af mörkum. Hraði stílsins skiptir miklu máli, hann
er andante í þessum fyrsta hluta kvæðisins en eykst síðan í næsta hluta.
Skoðum þá sýnirnar, sem segja má um eitthvað svipað og Ijóðbútinn hér
á undan:
Ennfremur myndir álengdar
ókunnuglegar myndir
gufulegar og myndbreytilegar myndir
og myndir firrtar sýnilegum útlínum
á hæglátum skriði svo árla morguns
áður en flugumar em komnar á hreyfingu.
Torkenrúlegar myndir einkenna kvæðið allt og orðfærið er framandlegt.
Hér era fjögur dæmi til viðbótar, valin nánast af handahófi, eitt úr hverj-
um kvæðishluta:
Murrandi hálfkvikindi eitthvurt / er á hafbeit innan í honum ...
En ffamliðnir merakóngar [...] þeir settu í herðarnar ...
Og myrk og afskræmd gríma / geiflar sig framan í morgunsárið ...
En farfugla-félagslegur maður [...] athugull og ófreskur ...
I merkri grein eftir T.S. Eliot, „The Three Voices of Poetry“, kemst
hann að orði á þá leið að ein helsta nautn þess að lesa góðan skáldskap sé
fólgin í því að verða áheyrsla að orðum sem ekki em beinlínis ætluð
manni. Og það sem Eliot kallar í greininni ‘fýrstu rödd’ - „skáldið að tala
við sjálft sig eða engan“ - er vissulega áberandi í þessu kvæði.3 Margt í
því virðist einkalegt, enda hafði Sigfús lengi vel orðið ‘efemeríðes’ (dag-
bækur) í tidinum. Dagbókum trúir maður fyrir hinu og þessu sem ekki
er ætlað annarra augum.
III
Orðaforði kvæðisins er athyglisverður. Gömul orð og ný lifa í sátt og
samlyndi: Dagslóðir og ljóðbiskupar, hafbeit (sem var splunkunýtt tækni-
3 ,,[P]art of our enjoyment of great poetry is the enjoyment of overhearing words
which are not addressed to us.“ - „The first voice is the voice of the poet talidng to
himself- or to nobody." On Poetry and Poets, bls. 100 og 89.
99