Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 102
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
orð í fiskeldi þegar kvæðið var ort) og myndsálir (sem mun nýsmíð Sig-
fúsar, a.m.k. ekki í neinum orðabókum). Meira er urn óvenjulegt orðalag
og fágæt orð í „Myndsálum" en allajafna hjá Sigfúsi. Harðsporar og
hörsl, vilkjör og lygnur, merakóngar og ljóðbiskupar, margsaga spjöll,
dagslóðir, farsumar, hofferðir - þetta eru nokkur þeirra orða sem gefa
kvæðinu annarlegan blæ. Um sum eru fá dæmi í bókmenntum okkar,
jafnvel bara eitt dæmi (‘farsumar’), ef marka má orðabækur. U í fer þó
fjarri að þetta séu einhver aðskotadýr í textanum, þau sjaldgæfu orð sem
fýrir koma falla inn í kvæðið áreynslulaust. Hver er ástæða þess? Sú, að
mínum dómi, að kvæðið er við fýrstu sýn nokkuð lokað og torráðið, eins
og vikið var að hér að ffaman. En jafnframt er í því máttugur seiður svo
við göngum því á hönd. Og vegna þess að kvæðið er allt svo torráðið
samþykkjum við möglunarlaust að einstök orð séu framandi. Við heill-
umst af kvæðinu, það knýr okkur áfram, okkur nægir ekki að skynja, \dð
viljum líka skilja.
Hér verður nú hugað að fáeinum orðum og merkingu þeirra þar sem
hún liggur ekki í augum uppi:
myndsáliv. Ekki í OHÍ, að öllum líkindum nýsmíð Sigfúsar.4 Um hugsan-
lega merkingu sjá síðar.
blasphemia in corde: Fyrsta spurningin er hvort hin latnesku einkunnarorð
séu tilvitnun eða smíð Sigfusar sjálfs. Hið síðara er öllu sennilegra því
orðið ‘blasphemia’ (sem er upphaflega grískt) mun ekki hafa verið
notað í klassískri latínu en er hinsvegar algengt í krismum helgiritum
og ritum kirkjufeðranna.5 Orðin gætu útlagst: ‘Með guðlast í hjarta;
með hjartað fullt af rógi (illmælgi, óhróðri)’. Hið seinna væri nær
hinni upprunalegu merkingu orðsins í grísku.
hafbeit: Elsta dæmi OHI er frá 1981. Orðið er haft um það þegar fersk-
vatnsfiskur er alirm í sjó um stundarsakir.
sígrtenka: Ekki í OHI, gæti verið nýsmíð Sigfúsar; merkingin hér hugs-
4 Orðabækur sem vitnað er til: OHI = Orðabók Háskóla Islands, rianálssafin (lex-
is.hi.is); ABIM = Asgeir Blöndal Magnússon: Islensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans
1989; IO = Mörður Arnason (ritstj.): Islensk orðabók, Edda 2002; Sveinbjörn Egils-
son: Lexicon poeticum antiquae linguae septentrionalis, 2. útg. aukin af Finni Jónssyni,
Kaupmannahöfn 1931; Richard Cleasby o.fl.: An Icelandic-English Dictionary, 2. útg.,
Clarendon Press 1957.
5 Sbr. latnesku orðabókina Thesaunis linguae latinae, Leipzig 1904.
ioo