Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 104
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
farsumar: ‘the season for sea-faring’ (Cleasby); orðið er í Isl. Annálum, D
IV
lofðungur. ‘konungur’ (IO).
hojferð: ‘skrúðfylking, skrautreið’; vera eins og hundur í hverri hofferð:
‘trana sér alls staðar að’ (IO).
IV
Mér þykir líklegt að greina megi í „Myndsálum“ nokkur áhrif frá franska
skáldinu Saint-John Perse sem Sigfús var að þýða einmitt um þær rnund-
ir sem hann orti kvæðið (1989-90).8 Ahrifin, eða líkindin, sem ástæðu-
laust er reyndar að mikla fyrir sér því munurinn er yfirgnæfandi, kæmu
þá til að mynda fram í straumþunga stílsins, sem þó er býsna ólíkur hin-
um lotulöngu kviðum Perse, en einkum í notkun sjaldgæfra orða, sbr.
kaflann hér á undan. Ef tdl vill mætti einnig nefna sundurleit aðföng úr
ýmsum áttum sem dæmi um áhrif frá Perse, þó slíkt sé reyndar einkenni
margra nútímaskálda. Hér er dæmi um hið síðastnefhda.
Mjög snemma á yrkingarferlinum dettur inn í kvæðið draumur sem
Sigfús dreymdi haustið 1989, á þýsku, og í Grænukompu,9 bókinni sem
geymir fyrstu drög kvæðisins, stendur þessi óvænta - og harla óskáldlega
- skýring á tilkomu ekknanna í öðrum hluta ,JVIyndsálna“: ,JMillionen
von Witwen die nicht scheissen können (dreymt í morgunsárið 2 sept
89)“. Sem útleggja mætti, svo alls velsæmis sé nú gætt: Milljónir ekkna
með hægðateppu. Nokkru neðar á síðunni stendur: „ofprúðar ekkjur“
(yfirstrikað en greinilega skrifað með sama penna og í sama skipti). Og
þremur blaðsíðum aftar eru ekkjurnar komnar inn í kvæðið sem síðar fær
heitið „Myndsálir“, og róta sér ekki þaðan upp frá því:
En ofþrúðar ekkjur hverfa burt úr nýliðnum draumi.
Falla djúpt.
Stíga upp aftur.
Og ráðherra að telja peninga
hástöfum fyrir miðjan morgun.
8 Saint-John Perse: Utlegð, íslenzk þýðing: Sigfós Daðason, Hið íslenzka bókmennta-
félag 1992.
9 Grænakompa sem svo er kölluð hér er allstór bók í grænu bandi sem Sigfós ritaði í
undir lok ævinnar. Þar er að finna stuttar hugleiðingar um fagurfræði og heimspeki,
drög að ljóðum, og minnisatriði af margvíslegu tagi.